A A A

StarfsmannafÚlag
Hra­frystih˙sins-Gunnvarar hf

« 1 af 4 »
Starfsmannafélag Hraðfrystihússins-Gunnvarar var stofnað 19.mars 2001 .
Í stjórn voru kjörin J.Andrés Guðmundsson formaður, Elma Dögg Frostadóttir ritari, Gestur Elíasson gjaldkeri og meðstjórnendur Jónas Skúlason og Róbert Jóhannesson.

Stjórnin fór strax að huga að einhverri uppákomu og kom upp hugmynd að vorferð með tvíbytnunni Ísafold, en ekki vildi betur til en svo að Ísafold fór ekkert í siglingu eftir það.
Þá kom hugmynd að óvissuferð, sem mjög hafa verið vinsælar undanfarin misseri. Í þá ferð var farið laugardaginn 19.maí 2001, undir styrkri stjórn Jónasar Skúlasonar. Fólkinu var safnað saman í kaffistofu Íshúsfélags Ísfirðinga sem H-G hafði eignast með samruna nokkurra félaga. Síðan var farið með rútum að Neðri-Breiðadal. Þar var boðið upp á harðfisk, hákarl og brennivín þá var farið út á Flateyri og gengið inní snjóflóðavarnargarðinn og sungin nokkur lög, einnig tappað af og sumir þurftu að tappa á áður en haldið yrði áfram út í óvissuna. Keyrt var sem leið liggur í Haukadal í Dýrafirði þar sem við höfðum tekið félagsheimili hestamanna í Dýrafirði á leigu og beið þar rjúkandi grill og ekkert eftir, en að setja kjötið á. Þar var etið,
drukkið og dansað fram að miðnætti en þá var haldið heim og velheppnaðri óvissuferð lokið.
Félagsmenn höfðu hægt um sig yfir sumarið en 6.okt var haldið bingó og karoki í Súðavík sem heppnaðist í flesta staði vel.

Skoðunarkönnun var gerð meðal félagsmanna um menningar og árshátíðarferð til Reykjavíkur á haustdögum. Lítill áhugi var fyrir slíkri ferð og málið tekið af dagskrá.

Á stjórnarfundi 16.október var ákveðið að halda fjögra kvölda félagsvist með veglegum vinningum á hverju kvöldanna (karla og kvenna) og ferða vinning svo kallaða borgarferð fyrir þann sem væri hæstur eftir samanlögð þrjú bestu kvöldin.
Smári Garðarsson varð hlutskarpastur í vistinni og hlaut borgarferðarvinninginn.

Föstudaginn 7.júní 2002 var farin vorferð suður á Breiðafjörð. Farið var með rútum til Brjánslækjar.Þar var farið um borð í ferju Sæferða frá Stykkishólmi og byrjað á að sigla út í Flatey, stoppað var þar í einn og hálfan tíma. Þar naut fólk þess að skoða sig um í blíðskapar veðri.Þá var farið aftur um borð í ferju Sæferða og nutum við þar leiðsagnar kunnugra manna um fjörðinn. Síðan var sett út skelfiskskafa og veiddur hörpudiskur, ígulker og fl. sem fólk gæddi sér á af misjafnri áfergju.Eftir að skelveiðiþættinum lauk snæddum við af rómuðu sjávarrétta hlaðborði þeirra Sæferðamanna undir harmonikku hljómum.
Síðan var okkur skilað á Brjánslæk og haldið heimleiðis að Djúpi eftir frábæra siglingu.


J˙lÝus G. ═S-270
Pßll Pßlsson ═S-102
Stefnir ═S-28
Írn ═S-31
Vefumsjˇn