A A A
mánudagurinn 16. júlí 2012

Enn mettúr hjá Júlíusi

Baldur Geirmundsson barnabarn Júlíusar Geirmundssonar ţenur nikkuna.
Baldur Geirmundsson barnabarn Júlíusar Geirmundssonar ţenur nikkuna.
« 1 af 3 »
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, frystitogari Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. kom til heimahafnar í gærkvöldi með lang verðmætasta afla, sem hann hefur borið að landi í einni veiðiferð. Veiðiferðin stóð í 39 daga og aflinn upp úr sjó 830 tonn að verðmæti 360 milljónir króna, eða rúmar 9 milljónir að meðaltali á úthaldsdag. Uppistaða aflans er grálúða og ufsi. Við komu skipsins var efnt til grillveislu á hafnarbakkanum fyrir áhöfn skipsins og fjölskyldur þeirra og tókst hún með ágætum. Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar (KFÍ) sá um veitingar með glæsibrag og tónlistarmaðurinn Baldur Geirmundsson hélt uppi fjörinu með harmonikkuleik.

Júlíus heldur til makrílveiða á sunnudag.
Júlíus G. ÍS-270
Páll Pálsson ÍS-102
Stefnir ÍS-28
Örn ÍS-31
Vefumsjón