A A A
miđvikudagurinn 11. júlí 2012

Fyrsti makríltúr ársins

Ljósmynd Páll Önundarson
Ljósmynd Páll Önundarson
Páll Pálsson ÍS 102, ísfisktogari Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. landaði á Flateyri í morgun um 60 tonnum af makríl, sem hann fékk út af Breiðafirði.
Þetta er fyrsti makríltúr ársins og verður aflinn heilfrystur í Íshúsfélagshúsinu, fiskvinnslu H-G á Ísafirði. Til að framleiða hágæðavöru úr makríl þarf að vanda til verka bæði í veiðum og vinnslu. Veiðiferðirnar eru stuttar og landað á Flateyri til að koma aflanum sem fyrst í vinnslu. Unnið er sleitulaust við frystingu meðan hráefni er til staðar. Á síðastliðnu ári veiddu skip félagsins tæp tvö þúsund tonn af makríl og hefur hann því verið góð búbót.
Páll hélt aftur til makrílveiða að lokinni löndun. 
Júlíus G. ÍS-270
Páll Pálsson ÍS-102
Stefnir ÍS-28
Örn ÍS-31
Vefumsjón