A A A
mi­vikudagurinn 6. marsá2013

Sterkari me­ samvinnu

Kristjßn G. Jˇakimsson
Kristjßn G. Jˇakimsson
Eftirfarandi viðtal við Kristján G. Jóakimsson vinnslu- og markaðsstjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf birtist í blaðinu Sóknarfæri.

Farsælast að snúa bökum saman
og koma fram sem sterk heild

„Ég hef enga trú á öðru en að við munum komast í gegnum þetta. Það hafa alltaf verið sveiflur í íslenskum sjávarútvegi, skipst á skin og skúrir. Við þurfum bara að hafa meira fyrir hlutunum, en tækifærin eru fyrir hendi og þau verðum við að nýta," segir Kristján G. Jóakimsson vinnslu- og markaðsstjóri hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru h.f (HG). Undanfarin ár hafa verið íslenskum sjávarútvegi gjöful, einhver þau bestu frá upphafi, en góða afkomu má meðal annars rekja til þess að veiði hefur verið góð og afurðaverð hagstætt. Nú eru blikur á lofti, afurðaverð á mikilvægustu afurðum félagsins hafa gefið verulega eftir og þá eru útgerðarmenn uggandi vegna nýtilkomins veiðileyfagjalds sem leggst á útgerðina, með ófyrirséðum afleiðingum .
Höfuðstöðvar Hraðfrystihússins Gunnvarar eru i Hnífsdal og þar fer framleiðsla bolfiskvinnslunnar einkum fram, en hún byggist að öllu leyti á vinnslu úr fersku hráefni, aðallega þorski en einnig að litlum hluta á ufsa og ýsu.. Um 60 manns starfa að jafnaði við vinnsluna í Hnífsdal og þar eru unnin um 5000 tonn af hráefni árlega að jafnaði. Alls eru þó um 150 stöðugildi hjá fyrirtækinu i landi og á sjó, en það hefur að auki starfsstöðvar á Ísafirði og Súðavík.. Skip félagsins, Júlíus Geirmundsson, Páll Pálsson, Stefnir og Valur lönduðu á liðnu ári alls 11.916 tonnum af fiski að verðmæti 3.605 milljónir króna sem er bæði heldur meiri afli og einnig verðmæti en var árið á undan, þegar aflinn var 11.512 tonn og verðmætið 3.324 milljónir króna. Aflinn var þannig um 4% meiri en árið 2011 og aflaverðmætið jókst um 8% milli ára.

Verðlækkun einkenndi árið

Kristján segir að allt síðastliðið ár hafi einkennst af mikilli verðlækkun á afurðum. „Við upplifðum miklar lækkanir, þær komu jafnt og þétt yfir árið og eiga bæði við um saltaðar afurðir og ferskfisk. Það urðu nokkrar sveiflur í verði ferskra afurða eftir árstíma, það rokkaði aðeins upp og niður, hækkaði til dæmis lítillega í fyrrasumar og fram á haustið, en þegar leið á árið var leiðin beint niður á við. Almennt má segja að verðlækkun hafi einkennt allt síðastliðið ár og mér sýnist sem ekki verði mikil breyting þar á þegar horft er til fyrri hluta þessa árs," segir Kristján.

Leita í ódýrari vöru

Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur töluvert selt af léttsöltuðum og frystum afurðum á Suður-Evrópumarkað, m.a. Spánar og hefur verð á afurðum á þá markaði stefnt hratt niður á við. Kristján bendir á að eftirspurn eftir dýrari stykkjum hafi snarminnkað, enda hefur kaupmáttur í þessum löndum minnkað, þar sé atvinnuleysi mikið, einkum hjá ungu fólki og menn leyfi sér æ sjaldnar að kaupa munaðarvöru. „Við finnum fyrir því að á þessu svæði er tilhneigingin sú að meira er sótt í ódýrari afurðir, kaupendur láta sér þær nægja á meðan ástandið er með þeim hætti sem það er," segir hann.
HG hefur selt fyrstar afurðir, þorsk og ýsu á markað í Evrópu og Bandaríkjunum, fersk þorskflök og hnakkastykki hafa einnig verði seld til á markað á meginlandi Evrópu. Þá vinnur félagið einnig úr ýsu og ufsa sem að stórum hluta fara á markað í Evrópu. Kristján segir að verulegar sveiflur séu á þessum markaði og nefnir sem dæmi að 14 evrur hafi fengist fyrir fersk þorskflök þegar mest var en verð hrapað niður í 8 evrur þegar það var lægst. „Það eru fleiri en ein skýring á því hvers vegna verðið sveiflast með þessum hætti," segir hann og nefnir m.a. staða íslensku afurðanna fari meðal annars eftir aflabrögðum Norðmanna. Þeirra vertíð nái hámarki að vorlagi, í mars og apríl en fjari svo út þegar líður á sumarið og við það styrkist staðan, Íslendingar komi þá sterkari inn á markaðinn og verðið potist þá yfirleitt svolítið upp í leiðinni. Hann segir að sami hrynjandi hafi verið á liðnu ári og árinu þar á undan og fátt bendi til annars en fyrri hluti þessa árs í það minnsta verði með svipuðum hætti. „Ég sé ekki að á þessu verði miklar breytingar þó norðmenn séu stöðugt að reyna að minnka sinn stóra aflatopp á vormánuðum." segir hann.

Úr seljenda- í kaupendamarkað

Kristján segir að einnig skipti máli aukið framboð á Barentshafsþorski, bæði rússneskum og norskum sem sé seldur heilfrystur til Asíu og leiði til aukinnar framleiðslu þar á tvífrystum þorskflökum , einkum Kína sem íslenski einfrysti þorskurinn lendir í samkeppni við. . Þegar mesta vertíðarveiðin í Noregi er um garð gengin muni verð þá vonandi hækkað eitthvað, en stóra spurningin sé hversu lágt niður verðið geti farið, hvar botninn sé. „Um það er erfitt að spá," segir hann.
Kristján segir að breytingar hafi á liðnum árum orðið á markaði, hann hafi snúist úr því að vera seljendamarkaður yfir í kaupendamarkað og Íslendingar séu honum óvanir, „en ég hef samt enga trú á öðru en að við munum laga okkur að þessum breyttu aðstæðum með tímanum."

Fjölmörg tækifæri

Tækifærin eru fjölmörg að mati Kristjáns. „Það þarf að hafa mun meira fyrir hlutunum en áður, en við höfum möguleikana og tækifærin, það er ekki spurning," segir hann og nefnir m.a. að hægt sé að fara út í enn frekari sérvinnslu, hverfa meira frá stöðluðu pakkningunum og sækja þess í stað inn á markað með sérunnar vörur. Þá liggi tækifæri í tækniþróun, landvinnsla hér á landi sé afar tæknivædd og sífellt sé verið að þróa nýjan búnað sem geri umhverfi starfsgreinarinnar betra. Enn betri meðferð hráefnis og kæling þess skapi einnig tækifæri fyrir íslenskar afurðir á erlendum mörkuðum, staðan sé vissulega ágæt um þessar mundir en alltaf megi gera betur.

Þurfum að huga betur að markaðssetningu

„Markaðssetning er líka nokkuð sem við þurfum að huga vel og vandlega að og getum bætt til muna. Staðan er þannig að of margir eru að selja, smáir aðilar og að mínu mati er ekki nægileg áhersla lögð á það í markaðssetningu að um hreina, ferska og að öllu jöfnu einfrysta íslenska afurð er að ræða. Íslenski fiskurinn er gæðavara, allt önnur vara en t.d. tvífrystur fiskur frá Kína eða Eistrasaltslöndunum. Við höfum almennt að mínu mati ekki lagt næga áherslu á að benda á það, við þurfum að markaðssetja okkur vöru á þann hátt að við búum til ákveðna sérstöðu, bjóðum gæðavöru. Á þann hátt gætum við ef til vill þokað verðinu upp á við," segir Kristján. Margir söluaðilar og smáir eigi í harðri samkeppni og þá falli menn á stundum í þá freistni að bjóða of lág verð til að ná sölu. „Það er erfitt að eiga við þetta, en með því að vanda sig á sölusviðinu, snúa bökum saman og koma fram sem ein heild sem býður upp á gæðavöru held ég að við gætum náð góðum árangri, hækkað verð afurða og fengið þannig meiri virðisauka út úr okkar hráefni."

Ekki næg samvinna

Samstarf er að mati Kristjáns ekki nægilegt eins og sakir standa, árangurinn yrði meiri og betri kæmu seljendur fram sem færri og stærri heildir og héldu sameiginlega á lofti gæðum vörunnar, kynna sem íslenska ferska/einfrysta gæðaafurð. „Við erum vanir því Íslendingar að vera á seljandamarkaði um árabil, en staðan er önnur nú og við þurfum að fara þá brekku sem breytingin yfir í kaupendamarkað er. Við þurfum að hafa meira fyrir þessu en áður, þetta er ekki eins auðvelt og var, en ég hef fulla trú á að við munum komast upp þessa brekku. Farsælast væri að snúa bökum saman og koma fram sem sterk heild, stórir og sterkir söluaðilar vega þungt þegar við höfum vindinn í fangið," segir Kristján.
J˙lÝus G. ═S-270
Pßll Pßlsson ═S-102
Stefnir ═S-28
Írn ═S-31
Vefumsjˇn