A A A
mivikudagurinn 21. jn2017

Niurstaan vonbrigi

Í gær, þann 20. júní, ógilti úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála starfsleyfi Háafells fyrir eldi á 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski.  Úrskurðarnefndin telur að málsmeðferð Umhverfisstofnunar við útgáfu starsleyfisins hafi ekki verið fullnægjandi.

Kristján G. Jóakimsson verkefnastjóri Háafells segir niðurstöðuna vonbrigði: „Fyrirtækið hóf umsóknarferli vegna eldis fyrir sex árum og mikil áhersla hefur verið lögð á að vanda vel til verka og uppfylla ítrustu kröfur sem gerðar eru lögum samkvæmt og koma til móts við ólík sjónarmið. Það eru því vonbrigði að niðurstaðan skuli vera þessi en rétt að hafa í huga að athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúa að tæknilegum atriðum innan stjórnsýslunnar, en ekki Háafelli.“

 

Kristján segir að úrskurðurinn ætti ekki að setja fyrirætlanir Háafells í uppnám, tiltölulega auðvelt ætti að vera fyrir stjórnsýsluna að laga þá annmarka sem úrskurðarnefndin bendir á:
„Úrskurðurinn veitir væntanlega færi á því að Umhverfisstofnun fari vel yfir sína ferla og bæti úr þeim annmörkum sem úrskurðarnefndin bendir á. Ég sé ekki hvernig Háafell hefði átt að standa öðruvísi að sínum hlut. Við höfum fylgt eftir bókstaf laganna í einu og öllu. Við erum nú á lokametrunum með umhverfismat vegna laxeldis í Ísafjarðardjúpi, við höfum lagt mikla vinnu í allt ferlið og því ættum við, gangi allt eftir, að geta haldið áfram markvissri uppbyggingu á eldi í Ísafjarðardjúpi í haust eða strax á nýju ári.“ 

fimmtudagurinn 25. ma2017

Heilsufarsskoun starfsmanna.

Heilsubankinn í samstarfi við SÍBS komu í vinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í dag og bauð þeim starfsmönnum sem vildu upp á heilsufarsskoðun. Í heilsufarsskoðuninni var meðal annars mældur blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun auk þess sem starfsfólki var boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar. Mikil ánægja var meðal starfsmanna með verkefnið og tóku allir starfsmenn í vinnslunni í Hnífsdal þátt, auk sjómanna af ísfisksskipum félagsins.

 

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. þakkar Heilsubankanum og SÍBS kærlega fyrir komuna.

Eldri frslur
Jlus G. S-270
Pll Plsson S-102
Stefnir S-28
rn S-31
Vefumsjn