A A A
fimmtudagurinn 25. ma2017

Heilsufarsskoun starfsmanna.

Heilsubankinn í samstarfi við SÍBS komu í vinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í dag og bauð þeim starfsmönnum sem vildu upp á heilsufarsskoðun. Í heilsufarsskoðuninni var meðal annars mældur blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun auk þess sem starfsfólki var boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar. Mikil ánægja var meðal starfsmanna með verkefnið og tóku allir starfsmenn í vinnslunni í Hnífsdal þátt, auk sjómanna af ísfisksskipum félagsins.

 

Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. þakkar Heilsubankanum og SÍBS kærlega fyrir komuna.

fimmtudagurinn 20. aprl2017

Gleilegt sumar!

« 1 af 3 »

Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. óskar starfsfólki sínu gleðilegs sumars.

Áralöng hefð er fyrir því að unnið sé á sumardaginn fyrsta í bolfiskvinnslu félagsins í Hnífsdal og sumardagsfríið tekið út daginn eftir. Með því nær starfsfólkið lengra helgarfríi. Það eru félagar í  Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal sem sjá um veglegt bakkelsi með sumardagskaffinu og ágóðinn rennur síðan til góðra málefna í nærsamfélaginu. Sumar og vetur frusu saman en þegar slíkt gerist segir íslensk þjóðtrú að það boði gott sumar.

Eldri frslur
Jlus G. S-270
Pll Plsson S-102
Stefnir S-28
rn S-31
Vefumsjn