A A A
Háafell, fiskeldisfyrirtæki í eigu Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. í Hnífsdal (HG) hefur sagt sig úr Landssambandi Fiskeldisstöðva (LF) en fyrirtækið hefur verið félagi í samtökunum í rúm 15 ár og fulltrúi þess átt sæti í stjórn samtakanna undanfarin ár....
Meira
rijudagurinn 4. jl2017

Sjvartvegssklinn heimskn

« 1 af 2 »
Nemendur Sjávarútvegsskólans á Ísafirði komu í heimsókn í Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. í síðustu viku, skoðuðu landvinnslu fyrirtækisins og kynntu sér sjómannsstarfið í Stefni ÍS 28. Þetta er annað árið í röð sem skólinn er starfræktur fyrir 14 ára krakka. Markmiðið með skólanum er að auka áhuga og efla þekkingu nemenda á sjávarútvegi og tengdum greinum á sínu heimasvæði. Kennslan er byggð upp með blöndu af fyrirlestrum og heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Í fyrirlestrum er farið yfir helstu nytjastofna, vinnslu og veiðar, markaði, hliðargreinar og nýsköpun auk þess sem farið er yfir menntunarmöguleika tengda sjávarútvegi sem bjóðast í framhaldsskólum, verkmenntaskólum og háskólum.

HG er stoltur samstarfsaðili í þessu verkefni og hver veit nema hugmyndir um framtíðarstörf eða ónýtt tækifæri kvikni hjá þessum ungu og upprennandi krökkum.

Eldri frslur
Jlus G. S-270
Pll Plsson S-102
Stefnir S-28
rn S-31
Vefumsjn