A A A
fimmtudagurinn 18. júní 2015

100 ár frá fćđingu Jóakims Pálssonar

Jóakim Pálsson
Jóakim Pálsson

Laugardaginn 20. júní eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóakims Pálssonar.  Í bókinni Með háfjöll á aðra hönd og ólgandi haf á hina, 70 ára sögu Hraðfrystihússins í Hnífsdal 1941-2011,  segir m.a.:

 

Jóakim Pálsson fæddist í Hnífsdal,  20. júní 1915.   Fjórtán ára gamall hóf hann að stunda sjó með föður sínum, en 24 ára gamall stofnar hann ásamt nokkrum félögum sínum, útgerðarfélagið Hauk hf. og festi það kaup á 15 tonn bát, sem smíðaður var hjá Marsellíusi Bernharðssyni á Ísafirði.     Jóakim var skipstjóri á fjórum bátum, sem báru nafn föður hans, Páll Pálsson, á árunum 1939 til 1964 en síðustu fjögur ár skipstjóraferils síns á Guðrúnu Guðleifsdóttur, sem bar nafn móður hans. 

Jóakim var í varastjórn Hraðfrystihússins hf. frá stofnun til ársins 1947, síðan í aðalstjórn og formaður stjórnar frá árinu 1951 til aðalfundar árið 1994.  Hann var um árabil framkvæmdastjóri Mjölvinnslunnar hf og Miðfells hf.

Um hann segir Guðmundur Guðmundsson útgerðarmaður í minningargrein:

 

Jóakim er síðastur frumherjanna í Hnífsdal er fellur frá.  Hann var einn af  þeirri kynslóð er tók við arfi feðranna, sem börðu sjóinn með árinni við upphaf vélbátaútgerðar á Íslandi á árdögum þeirrar aldar, sem nú er senn til enda runnin.

Hann fékk ungur það veganesti, sem dugði honum til átaka í lífsbaráttunni, hann var “athafnaskáld” svo sem mælt hefur verið um marga hans líka.  (Morgunblaðið, 14. september 1996, bls. 34)

   

Eiginkona Jóakims var Gabríella Jóhannesdóttir og eignuðust þau sex börn.   Sambýliskona Jóakims síðustu árin var Sigríður Sigurgeirsdóttir. 

föstudagurinn 5. júní 2015

Saga Rauđa hússins

Á myndinn eru Kristján Jóhannsson, Einar Valur Kristjánsson, Valdimar Steinţórsson og Jóhann Ingdór Jóhannsson viđ uppsetningu skiltisins.
Á myndinn eru Kristján Jóhannsson, Einar Valur Kristjánsson, Valdimar Steinţórsson og Jóhann Ingdór Jóhannsson viđ uppsetningu skiltisins.

Hraðfrystihúsið Gunnvör stóð nýlega fyrir því að útbúa og setja upp upplýsingaskilti á Rauða húsið svokallaða við höfnina á Ísafirði þar sem tilurð og saga þess er tíunduð. Hús þetta er allmerkilegt, enda var það byggt á Hesteyri upp úr aldamótunum 1900 þar sem það var notað sem íbúðarhúsnæði í tengslum við veiðar og vinnslu á hval og síðar síld, allt fram til ársins 1940. Fiskiðjan flutti húsið svo í pörtum til Ísafjarðar árið 1956 þar sem það var endurreist og var lengi vinnsluhús. 

 

Í dag er húsið nýtt sem geymsluhúsnæði fyrir útgerð Gunnvarar, en ítarlegra söguágrip hússins má finna á vef fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar hér.

Eldri fćrslur
Júlíus G. ÍS-270
Páll Pálsson ÍS-102
Stefnir ÍS-28
Örn ÍS-31
Vefumsjón