A A A

 

Á árinu 2017 öfluðu skip félagsins 10.611 tonna að verðmæti 2.472 milljóna króna samanborið við 12.114 tonna afla að verðmæti 3.131 milljón króna árið 2016.

Aflamagn skipanna dróst saman um 12% milli ára og aflaverðmæti lækkaði um 21%.  Ástæða lægra  aflaverðmætis skýrist af mikilli styrkingar krónunnar, lækkandi hráefnisverði og löngu verkfalli sjómanna sem lauk 19. febrúar 2017.


 

2017

2017

2016

2015

 

Tonn

Milljónir

Milljónir

Milljónir

Júlíus Geirmundsson

4.296

1.412

1.467

1.901

Páll Pálsson

* 1.544

231

869

1.252

Stefnir

4.597

793

719

844

Valur og Örn

174

36

76

87

Samtals

10.611

2.472

3.131

4.084

 

* Páll Pálsson var í rekstri fram í lok júní, þá var hann seldur.

fimmtudagurinn 4. janar2018

Sltra upp r sustu kvnni

lftafjrur Brunnbturinn Papey vi eldiskv Hafells. N er veri a ljka vi a sltra upp regnbogasilungi en ekki hafa fengist leyfi til a ala lax.
lftafjrur Brunnbturinn Papey vi eldiskv Hafells. N er veri a ljka vi a sltra upp regnbogasilungi en ekki hafa fengist leyfi til a ala lax.
Morgunblaðið birti umfjöllun um fiskeldi HG 3 janúar. 

• Sextán ára sögu fiskeldis HG í Ísafjarðardjúpi lokið í bili • Stór og heilbrigð seiði tilbúin til útsetningar í vor en það strandar á leyfum •Stefnt að umhverfisvænu fiskeldi í Djúpinu

Miðvikudagur, 3. janúar 2018

 

Baksvið 
Helgi Bjarna­son
helgi@mbl.is

Háa­fell ehf., dótt­ur­fé­lag Hraðfrysti­húss­ins – Gunn­var­ar hf., er að slátra regn­bogasil­ungi upp úr síðustu sjókví sinni í Ísa­fjarðar­djúpi. Fyr­ir­tækið er til­búið með laxa­seiði til að setja út í vor en hef­ur ekki leyfi til þess. Útlit er því fyr­ir að eng­inn fisk­ur verði í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins í Ísa­fjarðar­djúpi síðar í vet­ur, í fyrsta skipti síðan árið 2002.

„Staðan hjá okk­ur er sú að við erum að slátra upp úr sein­ustu regn­bogasil­ungskvínni og er áætlað að því verði lokið fljót­lega í fe­brú­ar. Sam­kvæmt áætl­un­um út frá lög­bundn­um af­greiðslu­tíma stofn­ana hefðum við átt að vera komn­ir út í sjókví­ar með lax en þar sem leyf­is­mál hafa dreg­ist úr hófi höf­um við ekki getað sett laxa­seiðin okk­ar frá Nauteyri út og þurf­um að selja útsæðið okk­ar í burtu,“ seg­ir Kristján G. Jóakims­son, fram­kvæmda­stjóri hjá HG og verk­efn­is­stjóri Háa­fells.

HG og Háa­fell hafa verið með fisk­eldi í Ísa­fjarðar­djúpi í að verða sex­tán ár, fyrst með eldi á þorski og síðan regn­bogasil­ungi. Starf­sem­in er grund­völluð á seiðaeld­is­stöð á Nauteyri, þjón­ustu­stöð í Súðavík og vinnslu á Ísaf­irði og í Hnífs­dal.

Fyr­ir­tækið hef­ur unnið að því að fá leyfi til lax­eld­is all­ar göt­ur frá ár­inu 2011, eða í rúm sex ár. Um­sókn­ir um leyfi til að færa sig úr regn­bogasil­ungi yfir í lax eru til af­greiðslu í stjórn­kerf­inu og enn eru ýmis ljón í veg­in­um.

Kristján seg­ir að það séu mik­il von­brigði að hafa ekki getað hafið lax­eldi fyrr. Helst megi skýra langt af­greiðslu­ferli um­sókna af tveim­ur þátt­um. Háa­fell hafi verið að ryðja braut­ina varðandi rann­sókn­ir í Ísa­fjarðar­djúpi og fengið á sig marg­ar kær­ur í ferl­inu. Þá hafi af­greiðslu­tími stjórn­sýslu­stofn­ana lengst und­an­far­in ár í kjöl­far inn­komu er­lendra eign­araðila að stærri fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Íslandi. Þau hafi sótt um flest­öll eld­is­svæði sem í boði eru hér á landi og það hafi aukið álag á stofn­an­irn­ar.


Vilja um­hverf­i­s­vænt lax­eldi

Haf­rann­sókna­stofn­un gaf í sum­ar út sitt fyrsta áhættumat vegna erfðablönd­un­ar eld­is­fisks við villta laxa­stofna. Kristján seg­ir að grunn­hug­mynd­in sé ágæt; að tryggja sem best vernd villtra laxa­stofna, en vinna þurfi bet­ur að aðferðafræðinni og þróa. „Við telj­um að Hafró hefði átt að taka sér meiri tíma til þess að vinna að for­send­um mats­ins. Sér­stak­lega höf­um við haldið því á lofti að Hafró taki til­lit til mót­vægisaðgerða sem muni minnka hættu á mögu­legri erfðablönd­un til muna. Það var ekki gert. Í Nor­egi hef­ur ný­verið verið tek­inn upp staðall um hvernig mögu­legri hættu á erfðablönd­un er haldið und­ir hættu­mörk­um og hef­ur það gef­ist vel. Við höf­um verið í sam­tali við Hafró frá því í sum­ar um út­færslu á slík­um mót­vægisaðgerðum og vænt­um ár­ang­urs úr þeirri vinnu fljót­lega á þessu ári,“ seg­ir Kristján.

Hann seg­ir að Háa­fell hafi lýst því yfir í þess­um sam­töl­um að það sé til­búið til sam­vinnu um að út­færa fyrsta áfanga um­hverf­i­s­væns lax­eld­is í Ísa­fjarðar­djúpi með þeim mót­vægisaðgerðum sem til þurfi til þess að halda um­hverf­isáhrif­um und­ir ásætt­an­leg­um mörk­um. „Við erum ekki að tala um 30 þúsund tonnna fram­leiðslu í einu vet­fangi, eins og stund­um er haldið fram. Við leggj­um upp með að lax­eldið í Djúp­inu fari ró­lega af stað á meðan aðferðirn­ar eru að sanna sig og vís­inda­menn sann­reyna að þær séu í lagi.“


Huga þarf að sjúk­dóma­mál­um

Háa­fell sagði sig úr Lands­sam­bandi fisk­eld­is­stöðva í sum­ar vegna ágrein­ings um stefnu­mót­un í fisk­eldi. „Í þeirri skýrslu [til­lögu að stefnu­mót­un] fannst okk­ur held­ur fá­tæk­lega farið yfir helstu áskor­un­ina sem all­ar fisk­eld­isþjóðir standa frammi fyr­ir en það eru heil­brigðis- og sjúk­dóma­mál,“ seg­ir Kristján.

Hann get­ur þess að Háa­fell hafi viðrað við stjórn­völd þá til­lögu að eld­is­svæðum verði skipt upp í fram­leiðslu­svæði með ákveðnum smitþrösk­uld­um. Ísa­fjarðar­djúp yrði þá skil­greint sem lokað fram­leiðslu­svæði þar sem öll um­ferð eld­is­báta frá öðrum fjörðum eða lönd­um yrði bönnuð og sömu­leiðis flutn­ing­ur seiða og stærri fisks á milli svæða.“


Áætlan­ir um upp­bygg­ingu

Háa­fell er til­búið með stór og heil­brigð laxa­seiði sem hægt er að setja út strax í vor, ef leyfi feng­ist. Kristján seg­ir að til­bún­ar séu áætlan­ir um upp­bygg­ingu fisk­eld­is­ins. Um leið og leyfi fást til lax­eld­is er áætlað að stækka seiðastöðina á Nauteyri. Und­ir­bún­ingi fyr­ir það er að mestu lokið. Ætl­un­in er að færa alla fisk­vinnslu HG og Háa­fells á einn stað í nýrri bygg­ingu við Ísa­fjarðar­höfn eft­ir þrjú til fjög­ur ár.

„Eft­ir langt og strangt ferli erum við til­bún­ir að hefja upp­bygg­ing­una. Það hafa verið byggðar upp mikl­ar vænt­ing­ar vegna fisk­eld­is hér í sam­fé­lag­inu við Djúp. Þær koma eins og ákveðinn lífsneisti eft­ir langt varn­ar­tíma­bil á norðan­verðum Vest­fjörðum. Ég tel að bæði við og stjórn­völd skuld­um íbú­um svæðis­ins það að koma hlut­un­um á hreyf­ingu og hefja upp­bygg­ingu í sátt við nátt­úru og menn,“ seg­ir Kristján.

 

Eldri frslur
Jlus G. S-270
Pll Plsson S-102
Stefnir S-28
rn S-31
Vefumsjn