A A A
fstudagurinn 22. desember2017

Gleileg jl.

HG óskar núverandi og fyrrum starfsfólki sínu, fjölskyldum þeirra, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Samkvæmt venju hefjast jólin á Hnífsdalsbryggju með skötuveilsu í hádegi síðasta vinnudags fyrir jól. Árið í ár var engin unantekning, vel var vel mætt í dag og bragðaðist skatan sem er verkuð af Lionsmönnum á Ísafirði einstaklega vel.

 

 

 

Rauahsi og veiafrajnustan
Rauahsi og veiafrajnustan

Mikill eldur kom upp í húsnæði skipaþjónustu Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. við Árnagötu 3 á Ísafirði um kl. 23.00 í gærkvöldi.

Húsnæðið var mannlaust og sem betur fer steðjaði engin hætta að fólki.  Mikinn reyk lagði frá húsinu yfir neðri hluta Eyrarinnar í logninu í gærkvöldi.

Slökkvilið Ísafjarðar, Ísafjarðarflugvallar og Bolungarvíkur, björgunarsveitamenn frá Ísafirði, hafnarstarfsmenn og fleiri unnu að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga „Rauða húsinu“ svokallaða sem flutt var frá Hesteyri árið 1956, tókst það verk giftusamlega. Slökkvistarfinu lauk á fimmta tímanum í morgun.

Húsnæði skipaþjónustunnar var um 700 fermetrar að flatarmáli og er það brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inní því var.

Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögreglan að rannsókn málsins.

Forsvarsmenn Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. þakka öllum þeim sem komu að slökkvistarfinu og veittu hjálp fyrir fagmennsku og fumlaus vinnubrögð við sín störf.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri í síma 8942478

Eldri frslur
Jlus G. S-270
Pll Plsson S-102
Stefnir S-28
rn S-31
Vefumsjn