Fiskeldisstarfsemi
Með þessa sýn að leiðarljósi hefur verið unnið að uppbyggingu þekkingar innan fiskeldis og aðstæðum til fiskeldis á starfssvæði fyrirtækisins við Ísafjarðardjúp. Árið 2002 voru hafnar tilraunaveiðar á þorski til áframeldis í sjókvíum og síðar aleldi. Nú er bæði stundað áframeldi og aleldi á þorski í Álftafirði og Seyðisfirði en þar hefur fyrirtækið leyfi fyrir framleiðslu á 2.000 tonnum af þorski.
Fjöldi áskorana í þróun þorskeldis blasa við en stærsta verkefnið varðar kynbætur á þorski og framleiðslu seiða, auk fyrirbyggingu sjúkdóma í sjókvíum. Óvíst er hvernig til tekst að vinna úr þessum áskorunum en þekkingaruppbygging í sjókvíaeldi og aðstæðum til þess ættu þó einnig að geta nýst öðrum fisktegundum eins og laxi og regnbogasilungi.
Framtíðaráform HG er að auka fiskeldisstarfsemi félagsins og að hafa möguleika á að vera með hvort sem er laxeldi og regnbogasilungseldi ásamt eldi á þorski. Markmið HG er að ná að framleiða samtals 7 þúsund tonn af þorski, laxi og regnbogasilungi á seinni hluta þessa áratugar. Fyrirtækið hefur því sótt um leyfi til yfirvalda um að stækka núverandi eldissvæði og hafa jafnframt möguleika á að ala lax og/eða regnbogasilung. Umfang eldisins á einstökum eldistegundum mun fara eftir afkomumöguleikum hverju sinni og kunna því að eiga sér stað miklar breytingar á framleiðslumagni einstakra tegunda á þessum áratug.