Aðalfundur 2003
þriðjudagurinn 25. mars 2003

Aðalfundur Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf var haldinn á Hótel Ísafirði föstudaginn 21. mars. Mæting var góð þó ekki hafi viðrað til flugs. Samþykkt var á fundinum að greiða 30% arð samtals um 200 milljónir og verður hann greiddur hluthöfum þann 11. apríl næstkomandi. Samþykkt var að veita stjórn heimild til kaupa á allt að 10% að nafnverði hlutafjár félagsins. Þóknun til aðalmanna og varamanns í stjórn félagsins var samþykkt kr. 450.000 og kr. 900.000 til stjórnarformanns.

Fyrri stjórn var endur kjörin að öðru leiti en því að í stað Brynjólfs Bjarnasonar sem varamaður í stjórn kemur Magnús Jónsson. Í stjórn eru því Elías Ingimarsson, Gunnar Jóakimsson, Kristján G. Jóhannsson varaformaður, Salvar Baldursson og Þorsteinn Vilhelmsson stjórnarformaður.

Í lok fundar veitti Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru verðlaunin “Virðisauka” fyrir frumkvæði í þorskeldis rannsóknum. Að mati nefndarinnar hefur Hraðfrystihúsið-Gunnvör sýnt mikið frumkvæði með þorskeldisrannsóknum sínum og verið sterkur bakhjarl í atvinnulífi bæjarfélagsins um árabil.

Til baka