Aflinn árið 2002
mánudagurinn 23. desember 2002

Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði í morgun úr síðustu veiðiferð ársins. Aflaverðmætið var um 120 milljónir eftir 37 daga á sjó. Aflinn var um 340 tonn af afurðum sem gerir um 600 tonn uppúr sjó. Aflinn var að mestu leiti þorskur, ýsa og grálúða. Júlíus fer aftur til veiða 2. janúar á nýju ári.

Aflinn og aflaverðmæti skipa félagsins:

Skip Afli Aflaverðmæti
Júlíus Geirmundsson 4.600 tonn 1.134 mill. (fob)
Páll Pálsson 3.827 tonn 436 mill.
Andey 1.324 tonn 144 mill.
Stefnir 1.303 tonn 143 mill.
Framnes 1.276 tonn 137 mill.

Ef afurðir af Júlíusi hefðu verið seldar Cif má áætla aflaverðmætið um 1.220 milljónir.

Afli innfjarðarækjubáta félagsins var um 338 tonn að verðmæti 26 milljónir.

Til baka