Skipulagsstofnun hefur birt álit sitt á „Matsskýrslu fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf.“ Niðurstaðan er jákvæð og telur stofnunin að við leyfisveitingar þurfi að setja skilyrði um að eldisbúnaður og vöktun á uppsöfnun lífræns úrgangs á sjávarbotni uppfylli kröfur sem gerðar eru í erlendum stöðlum (NS 9415:2009 og ISO 12878). Álitið má nálgast með því að smella hér

Næstu skref HG eru að fá afgreidd starfs- og rekstrarleyfi frá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun (MAST) sem væntanlega taka mið af áliti Skipulagsstofnunar við afgreiðslu leyfanna. Ekki liggur fyrir hve langan tíma afgreiðsla leyfanna muni taka en í áætlunum HG hingað til hefur verið miðað við að leyfiveitingum  yrði lokið á vormánuðum og að hægt yrði að setja fyrstu regnbogasilungsseiðin í sjókvíar í Álftafirði í júnímánuði n.k. 

Til baka