Nú um mánaðarmótin létu fjórar af reyndustu starfsmönnum landvinnslu H-G af störfum.

Þetta voru þær Hólmfríður Sigurðardóttir, Eyrún Leifsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Anna Ingimarsdóttir. Samanlagt hafa þær verið í 94 ár hjá fyrirtækinu. Allar störfuðu þær áður hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga sem sameinaðist Hraðfrystihúsinu árið 1999. Sú sem lengstan starfsaldur á að baki, 33 ár, er Guðrún Þórðardóttir (Rúna) en hún hóf störf hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga árið 1974. Í tilefni dagsins var slegið upp tertuveislu þar sem Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri þakkaði fjórmenningunum fyrir vel unnin störf, afhenti þeim dálítinn þakklætisvott frá fyrirtækinu og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Til baka