Sjóvinnsla

Fyrirtækið gerir út frystiskipið, Júlíus Geirmundsson IS 270, þar sem aflinn er unninn um borð. Hráefnið er að öllu jöfnu mjög ferskt  og eru flök af þorski, ýsu og ufsa fryst fyrir dauðastirðnun (pre-rigor) sem gefur afurðunum sérstakt bit (texture) í samanburði við flök unnin í landi.  Mikilvægar afurðir eru jafnframt bæði hausskorin og heil grálúða og karfi. Um borð í skipinu starfa að jafnaði 25 sjómenn. Veiðiferðirnar eru yfirleitt um 28 til 30 dagar í senn og er heimahöfn skipsins á Ísafirði.

Helstu afurðaflokkar eru:

  • Millilögð flök  úr þorski, ýsu og ufsa, pakka í 4 x12 lb eða 3x9 kg
  • Heil eða haus- og sporðskotin grálúða, grálúðuhausar og sporðar, pakkað í 2 x13 kg.
  • Heill eða hausskorinn gullkarfi og djúpkarfi, pakkað í 3 x 7 kg
  • Heill makríll, pakkað í 2 x 11 kg.
  • Aukategundir, hausað og pakkað í 2 x 13 kg.