Betri

Aukaafurðir

Sjáum til þess hráefni sé fullnýtt

Roð - Kerecis 

Hausar - Klofningur

Hryggir Bein -Klofningur

Lifur - lifravinnsla HG

Hrogn og svil 

Afskurður

Gellur

Endurvinnsla

Flokkað plast, pappi,....

„Umhverfisvænustu ferskfisktogarar í heimi“

Hraðfrystihúsið Gunnvör og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
25. apríl 2016

Tveir nýir íslenskir togarar sem búnir eru byltingakenndri nýrri tækni voru sjósettir í Kína fyrir skömmu. Þetta voru þeir Páll Pálsson ÍS, frá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru (HG), og Breki VE, frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Togararnir þykja gott dæmi um viðleitni sjávarútvegsfyrirtækja til að draga úr orkunotkun oglágmarka umhverfisáhrif af fiskveiðum.

Skipin eru smíðuð í Huanghai skipasmíðastöðinni í Rongcheng í Kína en hönnunin er íslensk. Það sem helst vekur eftirtekt í nýrri hönnun, sem þó byggir á eldri hugmyndum, er ný og stærri gerð skipsskrúfu sem ætlað er að skila mun betri eldsneytisnýtingu heldur en hefðbundnar skrúfur gera. Það er skipaverkfræðistofan Skipasýn sem hefur staðið að hönnun skrúfunnar í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækin.

Um 30 til 40 prósent sparneytnari

Slóg

Í þessu svari er miðað við að átt sé við líffæri í kviðarholi fisks, það er að segja innyflin. Þegar innyfli eru fjarlægð úr kviðarholinu er talað um að slægja. Hlutfall þess sem eftir stendur þegar fiskur er slægður má kalla slægingarhlutfall en einnig er talað um slóghlutfall og slægingarstuðla.

Slægingarhlutfall er mismunandi eftir fisktegund, stærð fiska, aldri, veiðisvæði og árstíðum en gefin hafa verið út viðmið um hlutfall slógs og eru þau einhvers konar meðaltal. Samkvæmt opinberu mati sem miðað er við á Íslandi er slægingarstuðull þorsks (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og ufsa (Pollachius virens) 0,84 sem þýðir að gert er ráð fyrir að innyflin vegi 16%. Samkvæmt þessu viðmiði þá vega innyfli 10 kg þorsks um 1,6 kg.

 Mynd: Fræðsluvefur Matís | Meðhöndlun afla um borð. (Sótt 1. 6. 2013).

Lifur

Marningur

Hryggir

Svil