Stefnur nýtt

Gæðastefna

HG grundvallar starfsemi sína á fyrsta flokks hráefni og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda (sustainability).

Gæðastefna HG hf miðast við að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli á hverjum tíma skilgreindar væntingar, gæðakröfur og þarfir viðskiptavina (customer focus), samstarfsaðila og eigenda.   Einnig að vörur séu framleiddar í samræmi góða framleiðsluhætti, samkvæmt kröfum yfirvalda, laga og reglugerða sem gilda um starfsemina.

 

Starfsmannastefna HG

 

Markmið Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf er að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki, sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi. Starfsfólk sem getur þannig tekið virkan þátt í framþróun fyrirtækisins á sviði fiskvinnslu. Hraðfrystihúsið – Gunnvör leggur upp með að laga sig að breyttum kröfum markaðarins og að halda í tæknilegrar og faglegrar þróanirnar

Vímuefnastefna HG

Hraðfrystihúsið Gunnvör stefnir að því að vera vímuefnalaus vinnustaður, til þess að stuðla að öruggara starfsumhverfi á sjó og í landi.

Með vímuefnalausum vinnustað er átt við að starfsmenn neyti hvorki ólöglegra vímuefna, hvort sem er í vinnu eða utan hennar. Óheimilt er að hafa undir höndum eða neyta ólöglegra vímuefna þegar starfað er fyrir H-G. Óheimilt er að vera undir áhrifum áfengis eða lyfja sem hamla starfsgetu, þegar starfað er fyrir H-G eða á athafnasvæði fyrirtækisins.

Jafnlaunajafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir yfir alla starfsmenn félagsins. Jafnlaunastefnan skal uppfylla viðeigandi viðmið um jafnlaunastefnur í samræmi við ÍST 85:2012, kafla 4.2.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru að þær eru í samræmi við kjarasamninga og flokkun starfa. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf fylgir ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla....