Stefnur nýtt

Gæðastefna

HG grundvallar starfsemi sína á fyrsta flokks hráefni og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda (sustainability).

Gæðastefna HG hf miðast við að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli á hverjum tíma skilgreindar væntingar, gæðakröfur og þarfir viðskiptavina (customer focus), samstarfsaðila og eigenda.   Einnig að vörur séu framleiddar í samræmi góða framleiðsluhætti, samkvæmt kröfum yfirvalda, laga og reglugerða sem gilda um starfsemina.

HG vinnur samkvæmt ábyrgri umhverfisstefnu sem tekur tillit til auðlinda eins og fiskistofna, orku, vatns og úrgangs.

HG hefur siðferði og ábyrgð gagnvart starfsfólki (ethics and personel responsibility) að leiðarljósi.

Gæðastefnu fyrirtækisins er framfylgt með því að gera hvern starfsmann meðvitaðan um mikilvægi þess að í fyrirtækinu sé unnið eftir gæðastefnunni og að framleiða vörur sem standast kröfur viðskiptavinarins. Gæðastefnan skal vera öllum starfsmönnum kunn og vera hluti af fræðslu nýrra starfsmanna.

Til grundvallar gæðastefnu þessari eru lög og þær reglugerðir sem yfirvöld og eftirlitsaðilar setja hverju sinni.