Stefnur nýtt

Starfsmannastefna HG

Markmið Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf er að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki, sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi. Starfsfólk sem getur þannig tekið virkan þátt í framþróun fyrirtækisins á sviði fiskvinnslu. Hraðfrystihúsið – Gunnvör leggur upp með að laga sig að breyttum kröfum markaðarins og að halda í tæknilegrar og faglegrar þróanirnar.

 

LAGT ER ÁHERSLA Á

 • að starfsmenn þekki starfsemi HG og gæða og öryggisstefnu fyrirtækisins
 • markviss vinnubrögð og virka teymisvinnu
 • að fyrirtækið sé eftirsóknarverður vinnustaður
 • að hæfni ráði vali á starfsmönnum
 • hvetjandi og öryggt starfsumhverfi
 • jafnvægi vinnu og einkalífs

RÁÐNINGAR

 • Við viljum starfsfólk með mismunandi reynslu og þekkingu fyrir sérhverja deild innan fyrirtækisins.
 • Val á samstarfsmönnum byggist á hlutlausum faglegum vinnubrögðum
 • Gengið er frá öllum ráðningum með formlegum hætti.

STARFSÞRÓUN

 • Möguleikar eru jafnir til starfsframa, þannig að tryggt sé að hæfileikar nýtist sem best óháð kyni, aldri, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum,  þjóðerni eða litarhætti.
 • Starfsmenn eiga kost á starfsmannasamtali a.m.k. einu sinni á ári, með yfirmanni.
 • Starfsmenn eiga kost á námssamningi

MÓTTAKA NÝLIÐA

 • Nýir starfsmenn fá fljótlega þjálfun til þess að takast á við starfið og lögð er áhersla á  að starfsmaðurinn geri sér fulla grein fyrir hlutverki sínu.
 • Við veitum nýjum starfsmönnum grunnþekkingu og fræðslu um uppbyggingu og deildir fyrirtækisins fyrstu þrjá mánuðina.

UPPLÝSINGAR

 • Markviss upplýsingagjöf til starfsmanna er með reglubundnum starfsmannafundum, skilvirkri notkun á upplýsingatöflum og tölvupósti þar sem við á.

JAFNVÆGI VINNU OG EINKALÍFS

 • Við viljum stuðla að góðum starfsanda og  sýna samstarfsmönnum  og öðrum virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót.
 • Við samræmum kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar eins og kostur er. Slíkur sveigjanleiki byggist á nánu samstarfi og trúnaði milli yfirmanns og undirmanns.