Þegar landfestum var sleppt í dag, þann 22. mars kl. 1700 að staðartíma í Kína, hófst heimsigling Páls Pálssonar IS 102  til Íslands. Í samfloti við systurskipið Breka VE 61, siglir skipið nú suður Gulahaf, en það er nafnið á hafsvæðinu á milli Kína og Kóreuskaga.

Siglt verður um framandi slóðir eða suður Kyrrahaf, suður fyrir Singapoore og síðan vestur Indlandshaf með viðkomu í Colombo á Sri Lanka þar sem olía og kostur verða tekin. Þá verður siglt um Súesskurð, sem er 163 km skipaskurður, sem tengir siglingaleiðina á milli Asíu og Evrópu saman.

Áfram verður síðan siglt vestur Miðjarðarhaf, um Gíbraltarsund, sem tengir saman Atlantshaf og Miðjarðarhaf og áfram norður Atlantshaf til Ísafjarðar.  Leiðin heim er löng, eða samtals um 11.300 sjómílur í heildina og er gert ráð fyrir að hún taki um 50 daga.

Til baka