Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal var stofnað fyrir áttatíu árum, 19. janúar 1941. Stofnendur voru 19 talsins. Á fjórða áratug síðustu aldar lokuðust saltfiskmarkaðir á Spáni vegna borgarastyrjaldar, en þeir höfðu verið mikilvægir fyrir íslenskan sjávarútveg. Á þeim tíma fór hraðfrysting sjávarafurða að ryðja sér til rúms og vildu Hnífsdælingar taka þátt í því og tóku útgerðarmenn sig því saman um að setja á fót frystihús. Strax eftir stofnun félagsins var farið að huga að byggingu frystihúss í Skeljavík nokkuð innan við byggðina í Hnífsdal og um ári síðar var byrjað að taka á móti fisk til vinnslu. Bátarnir stækkuðu í áranna rás, síðar kom skuttogari og húsakostur og framleiðsla jukust í samræmi við það.
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf, óskar núverandi og fyrrverandi starfsfólki sínu, fjölskyldum þeirra, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Í ljósi þeirra frétta sem birst hafa liðna daga um hópsmit skipverja um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 vill Hraðfrystihúsið-Gunnvör koma á framfæri eftirfarandi:
Fyrirtækið telur ljóst,
Niðurstaða mótefnamælinga meðal skipverja á frystiskipinu, Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270, liggja nú fyrir. Níu skipverjar hafa jafnað sig á veikindunum, eru með mótefni og því frjálsir ferða sinna. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera í einangrun. Þrír eru hvorki smitaðir né með mótefni og þurfa því að sæta sóttkví. Fimm..