Gæðastefna
HG byggir starfsemi sína á vinnslu úr fyrsta flokks hráefni og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda. Gæðastefnan miðast við að uppfylla þá skyldu að framleiða öruggar, löglegar og ósviknar afurðir af tilgreindum gæðum, sem og að sýna ábyrgð gagnvart neytendum. Vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli á hverjum tíma væntingar, gæðakröfur og þarfir viðskiptavina þess.
Umhverfis- og samfélagsstefna HG
Stefna fyrirtækisins í umhverfismálum og samfélagsábyrgð byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna um sjálfbæra þróun. Stefnan byggir á þremur stoðum:
Umhverfisþættir sem byggja á að bæta hringrásina, lágmarka sótsporið og bætta orkunýtingu og orkuskipti. Stjórnarhættir sem byggja á innleiðingu starfs- og siðareglna og gagnsæi með birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Félagslegir þættir sem taka mið af auknu og tryggu jafnrétti, öryggis- og vinnuverndarmálum og stuðningi við menntakerfið í málefnum sjávarútvegs.
Ofangreint er í samræmi við stefnuyfirlýsingu SFS um ábyrgan sjávarútveg í sátt við umhverfi og samfélag sem fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að leitast við að framfylgja.
Vímuefnastefna HG
Hraðfrystihúsið Gunnvör stefnir að því að vera vímuefnalaus vinnustaður, til þess að stuðla að öruggara starfsumhverfi á sjó og í landi.
Með vímuefnalausum vinnustað er átt við að starfsmenn neyti hvorki ólöglegra vímuefna, hvort sem er í vinnu eða utan hennar. Óheimilt er að hafa undir höndum eða neyta ólöglegra vímuefna þegar starfað er fyrir HG. Óheimilt er að vera undir áhrifum áfengis eða lyfja sem hamla starfsgetu, þegar starfað er fyrir HG eða á athafnasvæði fyrirtækisins.
Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefna Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir yfir alla starfsmenn félagsins. Jafnlaunastefnan skal uppfylla viðeigandi viðmið um jafnlaunastefnur í samræmi við ÍST 85:2012, kafla 4.2.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru að þær eru í samræmi við kjarasamninga og flokkun starfa. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf fylgir ákvæðum laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna....