Niðursuða
Í Súðavík fer fram niðursuða á þorsklifur þar sem uppistaðan í hráefninu kemur af eigin skipum en einnig frá öðrum aðilum á norðanverðum Vestfjörðum. Í niðursuðuverksmiðjunni í Súðavík starfa um 10 manns allt árið um kring og er framleiðslan að mestu seld inn á Evrópumarkað.