Leyfilegur heildarafli á Íslandsmiðum er ákvarðaður af sjávarútvegsráðherra sem byggir ákvarðanir sínar á ráðleggingum vísindamanna Hafrannsóknastofnunar og ákveðinni aflareglu. Fyrirtækið fær árlega úthlutað ákveðnu hlutfalli af þesum heildarafla samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Stærsti hluti aflahlutdeildarinnar er þorskur en skiptingu hennar í tegundir fyrir kvótaárið má sjá í töflu 1.
Aflaheimildir kvótaárið 2018/2019:
Þorskur | 6.872 tonn |
Ýsa | 1.255 tonn |
Grálúða | 988 tonn |
Ufsi | 1.472 tonn |
Karfi | 1.218 tonn |
Steinbítur | 283 tonn |
Skarkoli | 90 tonn |
Sólkoli | 39 tonn |
Langa | 40 tonn |
Síld | 370 tonn |
Aðrar tegundir | 570 tonn |
Úthafskarfi | 50 tonn |
Samtals rúm 11 þúsund þorskígildi
Að langstærstum hluta byggjast veiðar skipa félagsins á veiðum í botnvörpu en einnig flotvörpu fyrir makríl og síld.
Á frystiskipinu Júlíus Geirmundssyni ÍS 270 er lögð áhersla á veiðar og vinnslu á þorski, ýsu, grálúðu, karfa og ufsa. Aflinn er að hluta flakaður og pakkaður í öskjur, en aðrar tegundir hausaðar eða heilfrystar.
Ísfiskskip félagsins eru Páll Pálsson ÍS 102 og Stefnir ÍS 28. Þau afla hráefnis fyrir landvinnslur fyrirtækisins sem og til sölu á fiskmörkuðum, háð aðstæðum hverju sinni.
Innfjarðarrækjubátar fyrirtækisins, Valur ÍS 20 og Örn ÍS 18 veiða rækju í Ísafjarðardjúpi og landa afla sínum að jafnaði daglega til vinnslu.
Þá gerir dótturfélagið Háafell ehf út brunnbátinn Papey ÍS 101 og tvíbytnuna Rán ÍS 34 sem þjónusta eldisstarfsemi fyrirtækisins.