http://www.olgerdin.is/um-olgerdina/stefnur
Markmið starfsmannastefnunnar er að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, vel menntuðu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi.
Forstjóri er ábyrgðarmaður stefnunnar en starfsmannastjóri ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki stefnuna og framfylgi henni.
Gott starfsfólk er grunnurinn að vel reknu fyrirtæki. Starfsmenn Ölgerðarinnar eru því ein af helstu auðlindum fyrirtækisins. Markmiðið er að hafa yfir að ráða hæfu, vel menntuðu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Með því að leggja áherslu á starfsmannaval, jafnrétti, starfsumhverfi, upplýsingastreymi, frumkvæði, endurgjöf, trúnað, fræðslu og starfsþróun þá sköpum við skemmtilegan vinnustað sem endurspeglar þau gildi sem við höfum að leiðarljósi. Því fylgjum við eftirfarandi áherslum:
Lögð er áhersla á að starfsmenn hafi kost á að bæta hæfni sína í störfum og þekkingu með því að sækja námskeið eða þjálfun á vegum fyrirtækisins, þegar slíkt þjónar hagsmunum beggja
Markmið stefnunnar er að koma í veg fyrir kynbundinn launamaun og að Ölgerðin sé eftirsóttur vinnustaður í huga beggja kynja.
Yfirstjórn Ölgerðarinnar ber ábyrgð á að skilgreina stefnu fyrirtækisins. Starfsmannastjóri ber ábyrgð á innleiðingu, umbótum og hlítingu á settum viðmiðum, sem og að tryggja að stjórnendur þekki stefnuna og uppfylli öll skilyrði.
Ölgerðin skuldbindur sig til þess að innleiða viðmið við ákvörðun launa sem tryggja að hver og einn fái greitt fyrir starf út frá verðmæti þess, óháð kyni.
Ráðningar, laun og önnur umbun byggir ekki á grundvelli kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana eða öðrum ómálefnalegum þáttum.
Þegar nýr starfsmaður er ráðinn þá er við ákvörðun launa tekið mið af kröfum sem starfið gerir með tilliti til ábyrgðar, álags og sérhæfni og verklagsreglum um ákvörðun launa fylgt.
Til að mæla hlítingu er gerð launaúttekt á eins árs fresti, þá eru borin saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni. Einnig eru framkvæmdar innri úttektir. Árlega er farið yfir gildandi lög og reglulgerðir um jafnlaunamál og staðfest á fundi hlítni við lög.
Ölgerðin skuldbindur sig til að bregðast við frábrigðum og vinna þannig að viðhaldi jafnlaunakerfis með stöðugum umbótum og eftirliti.
Með því að framfylgja jafnlaunastefnu tryggir Ölgerðin að lögum og kröfum sé framfylgt.
Jafnlaunastefnan er líkt og aðrar stefnur Ölgerðarinnar rýnd og yfirfarin árlega.
Að tryggja að starfsmenn og stjórnendur Ölgerðarinnar séu meðvitaðir um þá samfélagsábyrgð sem Ölgerðin ber og að starfsemi fyrirtækisins endurspegli gildi og markmið þess
Forstjóri Ölgerðarinnar ber ábyrgð á viðhaldi og framkvæmd verklagsreglunnar. Öllum starfsmönnum sem koma að verkefninu ber skylda til að fylgja henni.
Ölgerðin leggur sig fram við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt, samfélag og samstarfsaðila með því að vinna að stöðugum endurbótum á rekstri, endurbótum á ferlum og vinnuvenjum sem hafa í för með sér einhverskonar áhrif á umhverfi, samfélag, markaðinn eða rekstur Ölgerðarinnar.
Samfélagsverkefnum fyrirtækisins er skipt í fjóra flokka; umhverfi, samfélag, markaðurinn og fyrirtækið sjálft.
Fylgst er með framgangi verkefna með mælingum þar sem við á a.m.k einu sinni á ári. Gefa skal út skýrslu um stöðu og árangur einu sinni ári og hafa aðgengilega á ytri vef fyrirtækisins.
Í starfsemi Ölgerðarinnar verður leitast við að lágmarka áhrif á umhverfið og stefna sífellt að betri árangri í umhverfisvernd í daglegum rekstri fyrirtækisins.
Forstjóri Ölgerðarinnar er ábyrgur fyrir viðhaldi og endurskoðun stefnunnar. Sérhver starfsmaður Ölgerðarinnar framfylgir umhverfisstefnunni og hefur hana að leiðarljósi í öllu starfi sínu og sýnir gott fordæmi.
Stefna Ölgerðarinnar í umhverfismálum er að vinna stöðugt að endurbótum með það að markmiði að lágmarka áhrif fyrirtækisins á umhverfið.
Þetta gerum við með því að:
Markmið
Að tryggja að starfsemi Ölgerðarinnar sé í samræmi við markmið og gildi fyrirtæksisins.
Ábyrgð
Gæða- og öryggisstjóri Ölgerðarinnar ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki stefnuna og framfylgi henni.
Gæða- og öryggisstjóri ber ábyrgð á gæðamálum og matvælaöryggi hjá Ölgerðinni en í fjarveru hans leysir forstöðumaður R&Þ.
Framkvæmd
Gæðastjórnunarkerfi Ölgerðarinnar er vottað samkvæmt ISO 9001.
Gæði eru einn mikilvægasti hluti starfsemi okkar. Hugsunin um gæði og matvælaöryggi á að vera samofin öllum okkar aðgerðum og erum við vottaður matvælaframleiðandi samkvæmt ISO 22000 staðlinum. Til að viðhalda og efla þá gæðaímynd sem Ölgerðin hefur byggt upp verðum við að tryggja að:
Stefnur, gildi og gæðamarkmið fyrirtækisins eru yfirfarin að minnsta kosti árlega auk þess sem farið er yfir helstu úrbótaverkefni síðasta árs og niðurstöður þeirra. Yfirferðin fer fram á fundi gæðaráðs.
Forstjóri tryggir að yfirferðin fari fram.