Bolfiskvinnsla

Framleiðsla vinnslunnar við Hnífsdalsbryggju  í Hnífsdal byggist á vinnslu úr fersku hráefni, aðallega þorski. Í tengslum við vinnsluna í Hnífsdal fer einnig fram lausfrysting og pökkun frystra þorskafurða sem og aukategunda í Íshúsfélagshúsinu á Ísafirði.

Starfsmannafjöldi er um 70 manns af ýmsum þjóðernum. Í landvinnslunni í Hnífsdal eru framleiddar ferskar, frystar og léttsaltaðar afurðir fyrir  markaði bæði  í Evrópu og Ameríku. Afurðaflokkarnir til viðbótar við ferskar afurðir eru bæði lausfrystar og plötufrystar sem ýmist eru heil flök eða flakahlutar. Bolfiskvinnslan nýtur góðs af landfræðilegri legu nálægt gjöfulum miðum og landa togskip fyrirtækisins hráefni að jafnaði tvisvar sinnum í viku til vinnslunnar.  

 Helstu afurðaflokkar:

  • fersk flök og hnakkahlutar
  • frystir vafningar
  • lausfryst flök og flakahlutar
  • frystar blokkarafurðir
  • pæklaðir og frystir vafningar
  • pækluð og lausfryst flök og flakahlutar