Eldi 2

Staðsetning

Seiðaeldishluti fiskeldisstarfsemi fyrir-tækisins sem var í dótturfélaginu Háafelli ehf. Nú hefur sjókvíaeldis-hlutinn einnig verið færður inn í það félag og því er öll fiskeldisstarfsemi fyrirtækisins þar í dag.

Mikil þekking hefur áunnist meðal starfs-manna Háafells ehf. undanfarin ár á aðstæðum og umhverfi Ísafjarðardjúps með tilliti til fiskeldis en á því svæði er er unnið að uppbygginu eldisins til lengri tíma.

Áformað er að eldið verði stundað á þremur árgangasvæðum þar sem eitt af svæðunum verður í hvíld í 9 til 12 mánuði. Þetta er gert til að hindra möguleg smit á sjúkdómum og laxalús á milli mismunandi árganga í eldi á hverjum tím. Einnig mun sjávarbotn undir kvíastæðum meiri tíma til endurnýjunar vegna lífræns álags sem af eldis-starfseminni getur stafað.

Saga fiskeldis HG

Unnið hefur verið að þróun og uppbyggingu fiskeldis innan fyrirtækisins frá árinu 2001. Í upphafi var fangaður  villtur smáþorskur sem fóðraður var í eldiskvíum og þar til honum var slátrað eftir 8 til 16 mánuði í eldi. Nokkrum árum seinna hófst aleldi á þorski þar sem smáseiði úr klöktum hrognum voru alin í strandeldisstöð fyrirtækisins á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þegar þau höfðu náð 100 til 200 g stærð voru þau flutt út í sjókvíar í Seyðisfirði og Álftafirði og alin þar í sláturstærð en fyrirtækið er með leyfi fyrir framleiðslu á 2.000 tonnum af þorski. Eftir mikið verðfall á þorski haustið 2008 brugðust rekstrarlegar forsendur fyrir rekstrinum og undirbúningsvinna fyrir eldi laxfiska hafin. Í upphafi árs 2016 var síðasta eldisþorskinum slátrað en í lok sama árs hófst slátrun á fyrsta regnbogasilungnum. Sumarið 2017 er áformað að setja fyrstu laxaseiðin í sjókvíar í Álftafirði. Áform eru uppi um frekari uppbyggingu laxfiskaeldis og er stefnt að 7.000 tonna eldis á næstu árum.

Aðstaða og búnaður

Fiskeldisstarfsemi Háafells ehf má skipta upp í tvo megin þætti, seiðaeldi og sjókvíaeldi. Seiðaframleiðsluhluti eldisferilsins er á Nauteyri í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Þar er seiðaeldisstöð sem nýtir heitt vatn úr borholum við stöðina til að hita upp eldisvatn, bæði ferskvatn og sjó sem dælt er á land úr Ísafirði. Frjóvguð hrogn eru keypt að og flutt í eldisstöðina þar sem þeim er klakið út og alin í sjógöngustærð eða þegar þau eru 100 til 300 g. (Mynd af seiðaelldisstöð á Nauteyri)