Fiskeldi HG

Staðsetning

Seiðaeldishluti fiskeldisstarfsemi fyrirtækisins sem var í dótturfélaginu Háafelli ehf. Nú hefur sjókvíaeldishlutinn einnig verið færður inn í það félag og því er öll fiskeldisstarfsemi fyrirtækisins þar í dag.

Mikil þekking hefur áunnist meðal starfsmanna Háafells ehf. undanfarin ár á aðstæðum og umhverfi Ísafjarðardjúps með tilliti til fiskeldis en á því svæði er er unnið að uppbygginu eldisins til lengri tíma.

Áformað er að eldið verði stundað á þremur árgangasvæðum þar sem eitt af svæðunum verður í hvíld í 9 til 12 mánuði. Þetta er gert til að hindra möguleg smit á sjúkdómum og laxalús á milli mismunandi árganga í eldi á hverjum tím. Einnig mun sjávarbotn undir kvíastæðum meiri tíma til endurnýjunar vegna lífræns álags sem af eldisstarfseminni getur stafað.

Mynd - kort

 

1 af 2