Háafell

Seiðaeldi og sjókvíaeldi

Háafell er með leyfi fyrir eldi á 10 svæðum en þar af eru þrjú aðalsvæði, Bæjahlið, Skarðshlíð og Kofradýpi. Langt er á milli svæðanna eða á bilinu 7-9 km til þess að tryggja að sjúkdómar geti ekki borist á milli og minnka lúsaálag. Háafell er með í flota sínum tvo þjónustubáta, einn brunnbát og einn fóðurpramma. Sumarið 2023 munu bætast við annar fóðurprammi og annar vinnubátur.

Framundan er frekari uppbygging á seiðaeldisstöð Háafells á Nauteyri, innarlega í Ísafjarðardjúpi. Þar er notast við gamla seiðaeldisstöð frá árinu 1984 en verið endurnýjuð algjörlega og á næstunni hefjast fyrstu handtökin í að stórauka afkastagetu stöðvarinnar. Notast er við heitt vatn á jörðinni Nauteyri til þess að hita upp ferskvatn fyrst um sinn í eldisferlinu en þegar fiskurinn hefur verið klakinn og alinn í um 100 gramma stærð í ferskvatni er skipt hægt og rólega yfir í sjó. Þannig er fiskurinn síðustu dagana fyrir útsetningu í sjó, eingöngu í sjó sem tryggir góða aðlögun eftir að útí sjó er komið.

Í sjókvíaeldi Háafells er notast við mikilvæga reynslu HG úr rækjuveiðum, þorskeldi og regnbogasilungseldi, þar á meðal til þess að velja bestu svæðin með sterkum straumum, góða blöndun og gott dýpi. Háafell vinnur stöðugt að því að gera framleiðslu sína á laxi sem umhverfisvænasta, fyrir er lax með einna lægsta kolefnisspor af öllum dýraafurðum en ennfremur hefur Háafell tekið skref til að minnka umhverfisáhrif, þar á meðal með því að nota ekki kopar á netin, hafa langa hvíld milli árganga á svæðunum, landtengja fóðurpramma og kaupa battery lausnir þar sem ekki er hægt að landtengja, hafa lítinn þéttleika í kvíunum sem tryggir góða velferð og efnisval og vinnureglur sem lágmarka líkur á sleppingum.