Markaðssvæði

Afurðir eru unnar bæði í landi og á sjó, ýmist ferskar eða frystar og eru seldar á ýmsum markaðssvæðum. Með því er reynt að hámarka þau verðmæti sem dregin eru úr sjó og  áhættudreifing er meiri.   

Þarfir og óskir kaupenda eru misjafnar og ólíkar, allt eftir því hvaða markaðssvæði eiga í hlut:

Helstu markaðssvæði:

  • Asía
  • Evrópa 
  • N-Ameríka

Sala afurða fyrirtækisins er á höndum starfsmanna fyrirtækisins og fer bæði fram beint hjá starfsmönnum fyrirtækisins, og að hluta í gegnum valda söluaðila, allt eftir viðskiptavinum og afurðaflokkum hverju sinni.

Lögð er áhersla á samþættingu veiða, vinnslu og markaðssetningar til að tryggja sem best skilvirkni í þjónustu við viðskiptavini (kaupendur) og lágmörkun sóunar í virðiskeðjunni. Jafnframt tryggir góð samþætting betur gæði og heilnæmi vöru sem unnin er úr sjálfbærum fiskistofnum.

Aukin áhersla er lögð á að einfalda söluferli með það að markmiði að fækka milliliðum og auknu gagnsæi viðskipta. Einn liður í því er þáttaka í rekstri sölufélagsins Iceland Westfjords Seafood ehf. sem alla jafna byggir á samstarfi við önnur sjávarútvegsfyrirtæki í markaðs og sölumálum.