Afurðir eru unnar bæði í landi og á sjó og eru á mismunandi formi sem síðan eru seldar inn á mismunandi markaðssvæði. Með því er reynt að hámarka þau verðmæti sem dregin eru úr sjó og dreifing áhættu verður meiri.
Þarfir og óskir kaupenda eru misjafnar og ólíkar, allt eftir því hvaða markaðssvæði eiga í hlut en þau mikilvægustu eru:
Sala afurða fyrirtækisins fer bæði fram beint hjá starfsmönnum fyrirtækisins, án aðstoðar milliliða og/eða í gegnum valda söluaðila, allt eftir viðskiptavinum og afurðaflokkum hverju sinni.
Lögð er áhersla á samþættingu veiða, vinnslu og markaðssetningu til að tryggja sem best skilvirkni í þjónustu við viðskiptavini (kaupendur) og lágmörkun sóunar í virðiskeðjunni. Jafnframt tryggir hún betur gæði og heilnæmi vöru sem unnin er úr sjálfbærum fiskistofnum.