Við rekstur og frekari framþróun fyrirtækisins er mikilvægt að hugað sé að og tillit sé tekið til aukinnar vitundar neytenda og kaupenda um umhverfismál. Meðal annars þá kröfu að afurðum sem þeir neyta komi úr fiskveiðum sem stjórnað er með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Notkun á upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun ábyrgra fiskveiða, IRF (Iceland Responsible Fisheries), staðfestir að afurðir sem keyptar eru af fyrirtækinu mæti framangreindum kröfum. Tilgangurinn með notkun merkisins er að tryggja kaupendum og neytendum upplýsingar um að afurðir fyrirtækisins eigi uppruna sinn í ábyrgum fiskveiðum Íslendinga. Á álíkan hátt hefur fyrirtækið heimild til að auðkenna sínar afurðir sem MSC-vottaðar.