Betri

Slóg

Í þessu svari er miðað við að átt sé við líffæri í kviðarholi fisks, það er að segja innyflin. Þegar innyfli eru fjarlægð úr kviðarholinu er talað um að slægja. Hlutfall þess sem eftir stendur þegar fiskur er slægður má kalla slægingarhlutfall en einnig er talað um slóghlutfall og slægingarstuðla.

Slægingarhlutfall er mismunandi eftir fisktegund, stærð fiska, aldri, veiðisvæði og árstíðum en gefin hafa verið út viðmið um hlutfall slógs og eru þau einhvers konar meðaltal. Samkvæmt opinberu mati sem miðað er við á Íslandi er slægingarstuðull þorsks (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og ufsa (Pollachius virens) 0,84 sem þýðir að gert er ráð fyrir að innyflin vegi 16%. Samkvæmt þessu viðmiði þá vega innyfli 10 kg þorsks um 1,6 kg.

 

 Mynd: Fræðsluvefur Matís | Meðhöndlun afla um borð. (Sótt 1. 6. 2013).