Gæðastefna
HG grundvallar starfsemi sína á fyrsta flokks hráefni og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda (sustainability).
Gæðastefna HG hf miðast við að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli á hverjum tíma skilgreindar væntingar, gæðakröfur og þarfir viðskiptavina (customer focus), samstarfsaðila og eigenda. Einnig að vörur séu framleiddar í samræmi góða framleiðsluhætti, samkvæmt kröfum yfirvalda, laga og reglugerða sem gilda um starfsemina.
HG vinnur samkvæmt ábyrgri umhverfisstefnu sem tekur tillit til auðlinda eins og fiskistofna, orku, vatns og úrgangs.
HG hefur siðferði og ábyrgð gagnvart starfsfólki (ethics and personel responsibility) að leiðarljósi.
Gæðastefnu fyrirtækisins er framfylgt með því að gera hvern starfsmann meðvitaðan um mikilvægi þess að í fyrirtækinu sé unnið eftir gæðastefnunni og að framleiða vörur sem standast kröfur viðskiptavinarins. Gæðastefnan skal vera öllum starfsmönnum kunn og vera hluti af fræðslu nýrra starfsmanna.
Til grundvallar gæðastefnu þessari eru lög og þær reglugerðir sem yfirvöld og eftirlitsaðilar setja hverju sinni.
Gæðamarkmið
Þarfir viðskiptavina (Customer focus)
Hafa stjórnunarkerfi, sem stenst vottun samkvæmt staðlinum MSC (Marine Stewardship Concil), RFM (Responsible Fisheries Management) og kröfur annara staðla, laga og reglugerða, sem gilda um starfsumhverfi fyrirtækisins.
Vörur fullnægi þörfum og væntingum viðskiptavina og neytenda og standist gæða- og öryggiskröfur þeirra sem og fyrirtækisins.
- Tryggja skal gott samstarf við söluaðila og kaupendur vegna kvartana sem kunna að berast til þeirra.
- Umhverfisábyrgð (Environmental responsibilities)
- Að flokka og skila öllum úrgangi þ.a. endurvinnsla sé í hámarki.
- Að nýta vel vatnsauðlind.
- Að grófhreinsa frárennslisvatn frá vinnslu fyrirtækisins.
- Velja hráefni sem aflað er á ábyrgan hátt.
- Siðferðisleg ábyrgð gagnvart starfsmönnum (ethics and personel responsibility)
- Virða lög og reglugerðir sem gilda um vinnu barna, ungmenna og þungaðra kvenna.
- Virða gildandi kjarasamninga.
- Viðhalda menntun og þjálfun starfsfólks og tryggja að starfsmenn séu hæfir til að sinna starfi sínu og hafi möguleika á starfsþróun.
- Framleiðsla (Product requirements)
- Tryggt að rekið sé virkt innra eftirlit með framleiðslunni.
- Tryggja að framleiðsluvara sé ávallt örugg til neyslu og án hættulegra örvera, aðskotahluta og efnamengunar.
- Fylgjast með löggjöf, nýjungum og þróun sem snertir framleiðsluvörur fyrirtækisins.
- Tryggja að ávallt sé unnið eftir settum vinnureglum og gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins.
- Hafa í heiðri réttmæta viðskiptahætti hvað varðar merkingar á vörum, þyngdir og aðrar upplýsingar til kaupenda og neytenda.
Leiðir
Í þeim tilgangi að framfylgja gæðastefnu og markmiðum fyrirtækisins og tryggja öryggi og gæði afurða mun HG:
- Reka virkt HACCP gæðakerfi og tryggja að ávallt sé unnið eftir því.
- Tryggja að gæðakerfið verði í stöðugri endurskoðun og taki sífelldum endurbótum og öryggi vörunnar sé tryggt. Viðhalda menntun og þjálfun starfsfólks og tryggja að starfsmenn séu upplýstir um framleiðsluvöruna, gæðakerfið og þær breytingar sem verða á því. Námskeið verða haldin að lágmarki 1 sinni á ári.
- Nota einungis viðurkennda birgja, verktaka og þjónustuaðila.
- Fylgjast með löggjöf, nýjungum og þróun sem snertir framleiðsluvörur og starfsfólk fyrirtækisins. Gæðastjóri er á póstlista MAST (Matvælastofnun).
- Vinna að stöðugum endurbótum á framleiðsluferlum.
Eftirfylgni
Mæla skal hvort gæðastefnu sé framfylgd og gæðamarkmiðum náð a.m.k. einu sinni á ári.
Eftirfarandi mælingar eru gerðar:
- Mæla ánægju viðskiptavina með því að hafa samband við þá símleiðis eða með tölvupósti í þeim tilgangi að kanna ánægju þeirra.
- Gera samantekt á kvörtunum flokka þær og fjalla um þær.
- Mæla ánægju starfsmanna með því leggja fyrir þá spurningalista, gera samantekt á niðurstöðum og greina þær.
- Fara yfir og skoða eftirfylgni á úttektum MAST
- Skoða og greina niðurstöður á prufum frá Matís sem sér um að efnagreina framleiðsu og vatnssýni.
Gæðaráð (HACCP hópur) fjallar um niðurstöður mælinga a.m.k. 1 sinni á ári. Gæðastefna og markmið eru kynnt starfsfólki a.m.k. árlega.