Stefnur

Gæðastefna

Gæðastenfa

HG byggir starfsemi sína á vinnslu úr fyrsta flokks hráefni og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á gerð, endurskoðun og kynningu á gæðastefnu og markmiðum fyrirtækisins.  Allt starfsfólk skal framfylgja gæðastefnu- og markmiðum og starfa innan ramma hennar. 

Gæðastefnan miðast við að uppfylla þá skyldu að framleiða öruggar, löglegar og ósviknar afurðir af tilgreindum gæðum, sem og að sýna ábyrgð gagnvart neytendum. Vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli á hverjum tíma væntingar, gæðakröfur og þarfir viðskiptavina þess.  

Gæðamarkmið

Við setningu gæðamarkmiða eru þarfir viðskiptavina hafðar að leiðarljósi sem og matvælaöryggi afurðanna. Til að stuðla að því að þau markmið náist er eftirfarandi lögum, reglugerðum og stöðlum fylgt:

  • Kröfum íslenskra laga og reglugerða.
  • Kröfum laga og reglugerða í kaupendalandi;
    • o FDA
    • o Tollabandalagsins Evrasía (Rússland, Hvíta Rússland, Khasakstan, Armenía, Kirgistan)
    • o Evrópubandalagið.
  • Kröfum BRC staðalsins.

Leiðir

Í þeim tilgangi að framfylgja ofangreindum gæðamarkmiðum og að tryggja öryggi og  gæði afurða mun HG:   

  • Viðhalda menntun og þjálfun starfsfólks þannig að það sé upplýst um gæðastefnu fyrirtækisins, afurðir, gæðakerfið og þær breytingar sem verða á þeim. Það verði gert í nýliðafræðslu og kynnt öllum starfsmönnum minnst einu sinni á ári.
  • Reka virkt gæðakerfi (HACCP) og tryggja að það verði rýnt skv. þeim kröfum sem unnið er eftir. Úrbótum verði fylgt eftir.
  • Vinna að stöðugum endurbótum á framleiðsluferlum.
  • Við árlega rýni gæðakerfis metur HACCP hópur hvort gæðastefnu sé framfylgt og gæðamarkmiðum náð.
  • Gæðaráð (HACCP hópur) fjallar um niðurstöður mælinga a.m.k. einu sinni á ári.

 

 

 

Sammþykkt í maí 2021