Jafnlaunastefna
Jafnlaunastefna Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir yfir
alla starfsmenn félagsins. Jafnlaunastefnan skal uppfylla viðeigandi viðmið um jafnlaunastefnur í
samræmi við ÍST 85:2012, kafla 4.2.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu,
hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru að þær eru í samræmi við kjarasamninga og flokkun
starfa. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf fylgir ákvæðum laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt
kynjanna.
Það er stefna Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara og
réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá
félaginu.
Til að fylgja jafnlaunastefnunni eftir skuldbindur Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf sig til að:
Frammkvæmdastjóri ber ábyrgð á því að stefnunni sé framfylgt.
Samþykkt í mars 2021.