Stefnur

Umhverfis- og samfélagsstefna HG

Stefna fyrirtækisins í umhverfismálum og samfélagsábyrgð byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna um sjálfbæra þróun. Stefnan byggir á þremur stoðum:

Umhverfisþættir sem byggja á að bæta hringrásina, lágmarka sótsporið og bætta orkunýtingu og orkuskipti. Stjórnarhættir sem byggja á innleiðingu starfs- og siðareglna og gagnsæi með birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Félagslegir þættir sem taka mið af auknu og tryggu jafnrétti, öryggis- og vinnuverndarmálum og stuðningi við menntakerfið í málefnum sjávarútvegs.

Ofangreint er í samræmi við stefnuyfirlýsingu SFS um ábyrgan sjávarútveg í sátt við umhverfi og samfélag sem fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að leitast við að framfylgja.