100 ár frá fæðingu Jóakims Pálssonar
fimmtudagurinn 18. júní 2015
Laugardaginn 20. júní eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóakims Pálssonar. Í bókinni Með háfjöll á aðra hönd og ólgandi haf á hina, 70 ára sögu Hraðfrystihússins í Hnífsdal 1941-2011, segir m.a.:
Jóakim er síðastur frumherjanna í Hnífsdal er fellur frá. Hann var einn af þeirri kynslóð er tók við arfi feðranna, sem börðu sjóinn með árinni við upphaf vélbátaútgerðar á Íslandi á árdögum þeirrar aldar, sem nú er senn til enda runnin.
Hann fékk ungur það veganesti, sem dugði honum til átaka í lífsbaráttunni, hann var “athafnaskáld” svo sem mælt hefur verið um marga hans líka. (Morgunblaðið, 14. september 1996, bls. 34)
Jóakim Pálsson fæddist í Hnífsdal, 20. júní 1915. Fjórtán ára gamall hóf hann að stunda sjó með föður sínum, en 24 ára gamall stofnar hann ásamt nokkrum félögum sínum, útgerðarfélagið Hauk hf. og festi það kaup á 15 tonn bát, sem smíðaður var hjá Marsellíusi Bernharðssyni á Ísafirði. Jóakim var skipstjóri á fjórum bátum, sem báru nafn föður hans, Páll Pálsson, á árunum 1939 til 1964 en síðustu fjögur ár skipstjóraferils síns á Guðrúnu Guðleifsdóttur, sem bar nafn móður hans.
Jóakim var í varastjórn Hraðfrystihússins hf. frá stofnun til ársins 1947, síðan í aðalstjórn og formaður stjórnar frá árinu 1951 til aðalfundar árið 1994. Hann var um árabil framkvæmdastjóri Mjölvinnslunnar hf og Miðfells hf.
Um hann segir Guðmundur Guðmundsson útgerðarmaður í minningargrein:
Eiginkona Jóakims var Gabríella Jóhannesdóttir og eignuðust þau sex börn. Sambýliskona Jóakims síðustu árin var Sigríður Sigurgeirsdóttir.