30 ár frá komu Páls Pálssonar til Hnífsdals
mánudagurinn 24. febrúar 2003
Þann 21. feb 1973 kom Páll Pálsson til Hnífdals eftir um 54 daga siglingu frá Muroran í Japan þar sem hann var smíðaður. Smíðaverðið uppfært til verðlags í dag er um 514 milljónir. Árið 1987 fór Páll til Póllands þar sem skipið var lengt og sett ný vél í skipið. Á þessum þrjátíu árum sem liðin eru hefur Páll fiskað um 120 þúsund tonn miðað við slægt sem gerir um 4.000 tonn á ári. Miðað við óslægt er þetta um 140 þúsund tonn.
Heildaraflaverðmæti Páls á tímabilinu miðað við meðalverð árið 2002 er um 14 milljarðar eða um 460 milljónir á ári.
Skipstjórar hafa verið Guðjón Arnar Kristjánsson (1972 til 1992 ) Kristján Jóakimsson ( 1992 til 1995 ) og Páll Halldórsson ( 1995- ). Í tilefni afmælisins hittust fyrrverandi og núverandi skipsverjar á laugardagskvöldið og áttu góða kvöldstund saman.