50 ár frá stofnun Gunnvarar hf
miðvikudagurinn 12. október 2005

Síðastliðinn föstudag þann 7. október voru 50. ár liðin frá stofnun Gunnvarar hf á Ísafirði. Stofnendur félagsins voru þau Jóhann Júlíusson, Margrét Leós, Þórður Júlíusson, Bára Hjaltadóttir, Jón B. Jónsson og Helga Engilbertsdóttir.

Í tilefni dagsins var opnuð sýning í Safnahúsinu á Ísafirði, á sýningunni er greint frá sögu Gunnvarar hf auk þess sem sögu sjávarútvegs á Ísafirði á þessum tíma eru gerð góð skil. Einnig er starfsemi Hraðfrystihússins-Gunnvarar í nútímanum gerð góð skil.

Í tilefni þessara tímamóta ákvað stjórn Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf að veita styrki til mikilvægra mála í samfélaginu alls að upphæð kr. 3.000.000,- sem skiptist þannig: Söfnun til kaupa á sneiðmyndatæki sem staðsett verður á sjúkrahúsinu á Ísafirði kr. 1.500.000,- Björgunarfélag Ísafjarðar til tækjakaupa kr. 500.000,- Tónlistafélag Ísafjarðar, flygilssjóður kr. 250.000,- Ísafjarðarkirkja, Altaristafla kr. 250.000,- Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar kr. 250.000,- Safnahúsið á Ísafirði til tækjakaupa kr. 250.000,-

Sýningin verður opin almenningi næstu vikur á opnunartíma safnsins, veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar höfðu sagnfræðingarnir Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir.

Til baka