Aðalfundur 24. mars 2001
mánudagurinn 26. mars 2001
Niðurstöður aðalfundar Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf, laugardaginn 24. mars 2001
Mættir voru á fundinn hluthafar 84,29% hlutafjár.
1. Kosning stjórnar og varastjórnar:
Tillaga um menn í aðalstjórn var samþykkt:
Ágúst Kr. Björnsson
Elías Ingimarsson
Gunnar Jóakimsson
Kristján G. Jóhannsson
Þorsteinn Vilhelmsson
Tillaga um einn mann í varastjórn var samþykkt:
Brynjólfur Bjarnason.
2. Kosning endurskoðanda:
Tillaga um Þorvarð Gunnarsson, Deloitte & Touche var samþykkt.
3. Tillag um greiðslu arðs var samþykkt.
Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf haldinn 24. mars 2001 samþykkir að greiða 10% arð vegna ársins 2000 en vísar að öðru leiti til ársreiknings um ráðstöfun hagnaðar. Viðskipti með hluti án arðs hefjast 25. mars 2001 samþykki fundurinn tillöguna.
4. Tillaga um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda var samþykkt. Tillaga um að þóknun til stjórnarformanns verði krónur 800.000, krónur 400.000 til meðstjórnenda og kr. 200.000 til varastjórnarmanns. Endurskoðand samkvæmt framlögðum reikning.
5. Tillaga um að stjórn félagsins fá heimild til kaupa á eigin hlutum var samþykkt. Stjórn félagsins er veitt heimild til kaupa á eigin hlutum í félaginu í samræmi við ákvæði 55. gr. hlutafélagalaga. Gildir heimild þessi til handa stjórn í átján mánuði frá samþykki hennar og heimilar stjórn kaup á hámarki 10% hlutafjár í félaginu. Stjórn félagsins er ekki heimilt að greiða lægra verð fyrir hlutina en nemur 80% af skráðu verði á Verðbréfaþingi Íslands hf og ekki hærra verði en 10% hærra en skráð verð á Verðbréfaþingi Íslands hf.
Á stjórnarfundi sem haldinn var strax að loknum aðalfundi var Þorsteinn Vilhelmsson kosinn formaður stjórnar og Kristján G. Jóhannsson varaformaður.
Framkvæmdastjóri sagði í ræðu sinni á fundinum meðal annars. Miðað við óbreytta starfssemi og líkar ytri aðstæður mun fyrirtækið skila hlutfallslega svipaðri framlegð og á síðastliðnu ári og verða gert upp með hagnaði á yfirstandandi ári.
Mættir voru á fundinn hluthafar 84,29% hlutafjár.
1. Kosning stjórnar og varastjórnar:
Tillaga um menn í aðalstjórn var samþykkt:
Ágúst Kr. Björnsson
Elías Ingimarsson
Gunnar Jóakimsson
Kristján G. Jóhannsson
Þorsteinn Vilhelmsson
Tillaga um einn mann í varastjórn var samþykkt:
Brynjólfur Bjarnason.
2. Kosning endurskoðanda:
Tillaga um Þorvarð Gunnarsson, Deloitte & Touche var samþykkt.
3. Tillag um greiðslu arðs var samþykkt.
Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf haldinn 24. mars 2001 samþykkir að greiða 10% arð vegna ársins 2000 en vísar að öðru leiti til ársreiknings um ráðstöfun hagnaðar. Viðskipti með hluti án arðs hefjast 25. mars 2001 samþykki fundurinn tillöguna.
4. Tillaga um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda var samþykkt. Tillaga um að þóknun til stjórnarformanns verði krónur 800.000, krónur 400.000 til meðstjórnenda og kr. 200.000 til varastjórnarmanns. Endurskoðand samkvæmt framlögðum reikning.
5. Tillaga um að stjórn félagsins fá heimild til kaupa á eigin hlutum var samþykkt. Stjórn félagsins er veitt heimild til kaupa á eigin hlutum í félaginu í samræmi við ákvæði 55. gr. hlutafélagalaga. Gildir heimild þessi til handa stjórn í átján mánuði frá samþykki hennar og heimilar stjórn kaup á hámarki 10% hlutafjár í félaginu. Stjórn félagsins er ekki heimilt að greiða lægra verð fyrir hlutina en nemur 80% af skráðu verði á Verðbréfaþingi Íslands hf og ekki hærra verði en 10% hærra en skráð verð á Verðbréfaþingi Íslands hf.
Á stjórnarfundi sem haldinn var strax að loknum aðalfundi var Þorsteinn Vilhelmsson kosinn formaður stjórnar og Kristján G. Jóhannsson varaformaður.
Framkvæmdastjóri sagði í ræðu sinni á fundinum meðal annars. Miðað við óbreytta starfssemi og líkar ytri aðstæður mun fyrirtækið skila hlutfallslega svipaðri framlegð og á síðastliðnu ári og verða gert upp með hagnaði á yfirstandandi ári.