Afhentu Ísafjarðarkirkju fé til hjálparstarfs
þriðjudagurinn 30. desember 2008

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. afhenti Ísafjarðarkirkju 350 þúsund króna gjöf á Þorláksmessu til hjálparstarfs. Magnús Erlingsson sóknarprestur veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd kirkjunnar.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., segir þá hefð hafa skapast hjá fyrirtækinu á undanförnum árum að senda ekki jólakort og gefa starfsmönnum ekki gjafir en leggja þess í stað þörfu málefni lið. „Okkur fannst þetta meira í anda jólanna og þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá fólkinu okkar," segir Einar Valur.

Á síðasta ári færði Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. Vesturafli peningagjöf en það er miðstöð fyrir fólk sem býr við skert lífsgæði.

Til baka