Aflaverðmæti Júlíusar Geirmundssonar
föstudagurinn 22. desember 2006

Júlíus Geirmundsson ÍS-270 frystiskip Hraðfrystihússins-Gunnvarar kom úr síðustu veiðiferð ársins í gærkvöldi. Aflinn í veiðiferðinni var 470 tonn upp úr sjó, aðallega þorskur, karfi og grálúða, að verðmæti um 100 milljónir króna. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Gunnar Arnórsson.

Árið hefur verið hagstætt fyrir áhöfn og útgerð og nemur heildaraflaverðmæti Júlíusar Geirmundssonar á þessu ári rúmun 900 milljónum króna.

Til baka