Afli og aflaverðmæti skipa 2012
miðvikudagurinn 9. janúar 2013
Á árinu 2012 lönduðu skip Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. 11.916 tonnum að verðmæti 3.605 milljónum króna samanborið við 11.512 tonn að verðmæti 3.324 milljónir árið 2011.
Aukning varð á afla um 4% og aflaverðmæti jókst um 8% á milli ára og voru laun og launatengd gjöld 1.343 milljónir eða 37% % af aflaverðmæti ársins.
Útgerð skipanna gekk vel, Páll Pálsson og Stefnir voru frá veiðum vegna hefðbundinnar slipptöku síðastliðið sumar en að jafnaði eru skipin tekin í slipp annað hvert ár til eftirlits og viðhalds.
Síðustu ár hafa verið ein bestu ár íslensks sjávarútvegs frá upphafi. Þessa góðu afkomu má helst rekja til hagstæðs afurðaverðs og góðrar veiði. Miklar blikur eru þó á lofti sem vert er að taka alvarlega. Á seinni helmingi ársins 2012 hafa afurðaverð á mikilvægustu afurðum félagsins gefið verulega eftir auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa brugðið fæti fyrir íslenska útgerð með ófyrirséðum afleiðingum.
Aukning varð á afla um 4% og aflaverðmæti jókst um 8% á milli ára og voru laun og launatengd gjöld 1.343 milljónir eða 37% % af aflaverðmæti ársins.
Útgerð skipanna gekk vel, Páll Pálsson og Stefnir voru frá veiðum vegna hefðbundinnar slipptöku síðastliðið sumar en að jafnaði eru skipin tekin í slipp annað hvert ár til eftirlits og viðhalds.
2012 | 2012 | 2011 | |
Júlíus Geirmundsson | 4.380 tonn | 1.857 mill. | 1.624 millj. |
Páll Pálsson | 4.699 tonn | 968 mill. | 864 millj. |
Stefnir | 2.789 tonn | 770 mill. | 794 miljl. |
Valur | 48 tonn | 9,7mill. | 42 millj. |
Samtals. | 11.916 tonn | 3.605 mill. | 3.324 mill. |
Síðustu ár hafa verið ein bestu ár íslensks sjávarútvegs frá upphafi. Þessa góðu afkomu má helst rekja til hagstæðs afurðaverðs og góðrar veiði. Miklar blikur eru þó á lofti sem vert er að taka alvarlega. Á seinni helmingi ársins 2012 hafa afurðaverð á mikilvægustu afurðum félagsins gefið verulega eftir auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa brugðið fæti fyrir íslenska útgerð með ófyrirséðum afleiðingum.
Það er stundum sagt að skynsöm fjármálastjórn snúist um að grynnka á skuldum í góðæri til að geta búið sér í haginn fyrir kreppu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa einmitt gert þetta síðustu ár. Með þessu hefur verið lagður grunnur að því að styrkja fyrirtækin og þar af leiðandi byggðirnar allt í kringum landið. Margföldun veiðigjaldsins er ekkert annað en millifærsla á milljörðum króna frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar.