Afli og aflaverðmæti skipa Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. 2013
þriðjudagurinn 7. janúar 2014
Á árinu 2013 lönduðu skip Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. 13.270 tonnum að verðmæti 3.431 milljónum króna samanborið við 12.363 tonn að verðmæti 3.598 milljónir árið 2012.
Aukning varð á aflamagni um 7% og aflaverðmæti dróst saman um 5% á milli ára.
Útgerð skipa félagsins gekk vel og togarar félagsins fóru ekki í slipp á árinu. Aflabrögð voru góð á árinu líkt og árin á undan sem hefur leitt til hagkvæmari sóknar.
2013 | 2013 | 2012 | |
Júlíus Geirmundsson | 4.674 tonn | 1.667 mill. | 1.850 mill. |
Páll Pálsson | 5.075 tonn | 901 mill. | 968 mill. |
Stefnir | 3.213 tonn | 779 mill. | 770 mill. |
Valur og Örn | 308 tonn | 85 mill. | 10 mill. |
Samtals. | 13.270 tonn | 3.431 mill. | 3.598 mill. |
Erfitt tíðarfar
Mjög erfitt tíðarfar hefur verið síðustu vikurnar og sjósókn erfið, í dag fóru fyrstu skip félagsins til veiða á nýju ári. Valur og Örn héldu til rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi í morgun og Júlíus Geirmundsson fór til veiða kl.13.00. Páll fór kl. 16:00 og Stefnir fer væntanlega út í kvöld.