Afli og aflaverðmæti skipa Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. 2014
mánudagurinn 5. janúar 2015
Á árinu 2014 lönduðu skip Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. 12.277 tonnum að verðmæti 3.248 milljónum króna samanborið við 13.270 tonnum að verðmæti 3.432 milljónir árið 2013.
7,5% samdráttur varð á aflamagni og aflaverðmæti dróst saman um 5,4% á milli ára.
Minni afla og lægra aflaverðmæti skipanna má aðallega rekja til minna úthalds þar sem allir þrír togarar fyrirtækisins fóru í slipp á árinu. Júlíus var frá veiðum í einn og hálfan mánuð vegna viðgerða á skrúfu og slipptöku. Stefnir stoppaði allan júní vegna slipptöku og sumarleyfa. Páll stoppaði í þrjár vikur og fór í slipp. Valur og Örn voru gerðir út á rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og gengu þær veiðar vel og voru aflabrögð afar góð.
Segja má að aflabrögð hafi almennt verið góð á árinu líkt og undarfarin ár sem hefur leitt til hagkvæmari sóknar.
Togararnir fóru allir til veiða á nýju ári 2. Janúar kl. 14.00.
2014 | 2014 | 2013 | |
Júlíus Geirmundsson | 3.960 tonn | 1.435 mill. | 1.667 mill. |
Páll Pálsson | 4.819 tonn | 953 mill. | 901 mill. |
Stefnir | 3.110 tonn | 737 mill. | 779 mill. |
Valur og Örn | 388 tonn | 123 mill. | 85 mill. |
Samtals. | 12.277 tonn | 3.248 mill. | 3.432 mill. |