Aflinn 2001
fimmtudagurinn 14. mars 2002

Aflamagn og aflaverðmæti skipa Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf árið 2001

Alls öfluðu skip H-G hf 11.717 tonna að verðmæti um 1.772 milljónir króna. Frystiskipið Júlíus Geirmundsson var um hálfann mánuð í slipp þar sem settar voru í skipið nýjar togvindur. Uppistaða í afla Júlíusar var þorskur og grálúða. Uppistaða í afla ísfisktogarans Páls Pálssonar var þorskur sem að mestum hluta fór til vinnslu í frystihúsi félagsins í Hnífsdal. Stefnir var á bolfiskveiðum fyrrihluta árs þar sem aflinn var að mestu steinbítur þorskur og ýsa. Eftir verkfall fór hann á rækjuveiðar. Stefnir var í slipp í um mánuð. Andey var á rækjuveiðum allt árið. Framnes var á rækjuveiðum allt árið utan tveggja mánaða þar sem skipið fór til Póllands í stálviðgerðir. Auk þessara fimm skipa gerir félagið út rækjubátana Báru og Örn sem stunda rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi.

 

 
Afli
Verðmæti
 
Júlíus Geirmundsson
4.558 tonn
1.100 millj.
cif.
Páll Pálsson
3.726 tonn
360 millj.
 
Andey
964 tonn
91 millj.
 
Framnes
723 tonn
68 millj.
 
Stefnir
1.357 tonn
124 millj.
 
Bára
194 tonn
14 millj.
 
Örn
195 tonn
14 millj.
 
Alls.
11.717 tonn
1.772 millj.kr.
 

Til baka