Aflinn árið 2002
mánudagurinn 23. desember 2002
Júlíus Geirmundsson kom til hafnar á Ísafirði í morgun úr síðustu veiðiferð
ársins. Aflaverðmætið var um 120 milljónir eftir 37 daga á sjó. Aflinn var um
340 tonn af afurðum sem gerir um 600 tonn uppúr sjó. Aflinn var að mestu leiti
þorskur, ýsa og grálúða. Júlíus fer aftur til veiða 2. janúar á nýju ári.
Aflinn og aflaverðmæti skipa félagsins:
Ef afurðir af Júlíusi hefðu verið seldar Cif má áætla aflaverðmætið um 1.220 milljónir.
Afli innfjarðarækjubáta félagsins var um 338 tonn að verðmæti 26 milljónir.
Aflinn og aflaverðmæti skipa félagsins:
Skip | Afli | Aflaverðmæti | |
Júlíus Geirmundsson | 4.600 tonn | 1.134 mill. | (fob) |
Páll Pálsson | 3.827 tonn | 436 mill. | |
Andey | 1.324 tonn | 144 mill. | |
Stefnir | 1.303 tonn | 143 mill. | |
Framnes | 1.276 tonn | 137 mill. |
Ef afurðir af Júlíusi hefðu verið seldar Cif má áætla aflaverðmætið um 1.220 milljónir.
Afli innfjarðarækjubáta félagsins var um 338 tonn að verðmæti 26 milljónir.