Áframeldi Þorsks
þriðjudagurinn 19. júní 2001

Þorskur vigtaður og merktur.

Í dag var lokið við að vigta og merkja þorsk í þremur eldiskvíum á Skutulsfirði, Verkefnið er unnið af starfsmönnum Hraðfrystihússins-Gunnvarar og Katli Elíassyni í Bolungarvík í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun á Ísafirði, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins á Ísafirði, Háskólann á Akureyri og Fóðurverksmiðjuna Laxá. Markmið verkefnisins er að þróa votfóður með það að markmiði að lámarka fóðurkostnað, Rannsaka áhrif fóðurgerðar á vöxt og að leggja mat á hagkvæmni þorskeldis. Verkefnisstjóri er Kristján G. Jóakimsson.

Til baka