Sá siður hefur skapast hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. á undanförnum árum að sleppa jólagjöfum til starfsmanna og senda ekki út jólakort en verja þess í stað fé til góðra málefna. Að þessu sinni var ákveðið að láta framlagið renna til líknar- og íþróttamála.

„Við höfum haft þennan háttinn á undanfarin ár og það hefur mælst mjög vel fyrir hjá starfsfólkinu. Okkur finnst þetta góð hefð í anda þess boðskapar sem jólahátíðin grundvallast á," segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf.


H-G lét á síðasta ári fé af hendi rakna til hálparstarfs á vegum Ísafjarðarkirkju og árið á undan naut Vesturafl, miðstöð fyrir fólk sem býr við skert lífsgæði, peningagjafar frá HG.

Til baka