Þorskeldi

Á undanförnum árum hefur þorskeldi verið rekið sem þróunarverkefni hjá Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru h.f. (HG) til að meta arðsemi þess, byggja upp þekkingu og vinna að kynbótum á eldisþorski. Þróunarstarf hefur gegnið hægar en vonir stóðu til um og enn á eftir að þróa bóluefni, draga úr tjóni vegna kynþroska og auka almenna þekkingu á sjúkdómum. Á næstu árum verður þorskeldi HG hluti af kynbótaverkefni Icecod. Seiðaeldi er hjá Hafrannsóknastofnun og mun HG sjá um að taka ákveðinn fjölda seiða og ala í sjókvíum. Það er því ekki gert ráð fyrir uppskölun á þorskeldi fyrr en í fyrsta lagi á næsta áratugi.

 

Eldi laxfiska

HG áformar um að hefja eldi laxfiska.  Fyrst í stað er sótt um heimild til eldis á regnbogasilungi.

 

Drög að tillögu að matsáætlun

Forsvarsmenn HG kynna drög að tillögu að matsáætlun fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi samkvæmt reglugerð nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Drögin er að finna á  vefsíðu HG (www.frosti.is) og eru auglýst í Morgunblaðinu og Bæjarins besta.

 

Almenningi er gefinn kostur á að kynna sér drögin á vefsíðunni og gera athugasemdir við þau til og með 15.02.2014.

 

Athugasemdir sendist á netfangið hg@frosti.is eða í pósti:

 

Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf.

Hnífsdalsbryggju

410 Hnífsdal

 

Drög tillögu að matsáætlun má nálgast (PDF skjal) hér.

Til baka