Fjölmenni í afmælishófi og opnu húsi
mánudagurinn 31. janúar 2011

Fjöldi fólks mætti í afmælishóf H-G í Edinborgarhúsinu á föstudaginn var, 28. janúar, og átti þar notalega stund. Samkomuhaldið heppnaðist í alla staði vel og opna húsið daginn eftir ekki síður.

Átta starfsmenn H-G voru heiðraðir á föstudaginn fyrir langan og farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu. Sá sem lengstan starfsaldur á að baki í þeim hópi hóf störf árið 1964 eða fyrir 47 árum.
Á laugardaginn mætti vel á annað hundrað gesta í opið hús í H-G í Hnífsdal. Verður að segjast að það kom okkur þægilega á óvart hve margir lögðu leið sína hingað til að kynna sér fyrirtækið. Menn höfðu gjarnan orð á því að starfsemin væri mun umfangsmeiri og fjölbreyttari en þeir hefðu gert sér grein fyrir og þeir færu því öllu fróðari af vettvangi. Þar með var tilgangnum líka náð með opna húsinu.

 

Við þökkum gestum okkar í Edinborgarhúsi og í Hnífsdal kærlega fyrir komuna og starfsfólki H-G fyrir þátt sinn í að gera tímamótin í sögu fyrirtækisins bæði afar ánægjuleg og eftirminnileg.

Til baka